HALLÓ HEIMUR 2

66 Hvað er til ráða? Brunavarnir Stundum kviknar í út frá logandi kerti eða biluðu raftæki. Logandi kerti mega ekki vera í gluggum eða bókaskápum. Auðveldlega getur kviknað í gluggatjöldum og efri hillum. Gott er að eiga reykskynjara. Hann skynjar reyk og gefur frá sér hátt hljóðmerki. Hleðslutæki geta valdið íkveikju og einnig pottar sem gleymast á heitri eldavélarhellu. Ef kviknar í potti má slökkva eldinn með eldvarnarteppi. Þau þarf að geyma í eldhúsinu. Slökkvitæki eru til í mörgum stærðum og gerðum. Það er gott að eiga slökkvitæki á öllum heimilum. NÝ ORÐ • íkveikja • skynja • hljóðmerki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=