HALLÓ HEIMUR 2

123 Saga er að skoða steingervinga. Hún fann þrjár mismunandi tegundir í bókinni. Saga þekkti strax litlu risaeðluna en áttaði sig ekki á því hvað hinar myndirnar sýndu. Hjálpaðu henni og skráðu svörin í verkefna- og úrklippubókina þína. Getur þú fundið fleiri dæmi um steingervinga? Verkefni og umræður Líf er að velta fyrir sér hvernig lífið væri ef risaeðlur gengju um göturnar. Þyrfti ekki að búa til nýtt viðvörunarmerki sem varaði fólk við? Hjálpaðu Líf að hanna slíkt merki í verkefna- og úrklippubók. Sofiu er mikið í mun að mannfólkið verndi Jörðina og lífríki hennar fyrir næstu kynslóðir. Hún hefur áhyggjur af því að fleiri dýrategundir deyi út eins og risa- eðlurnar. Hún ætlar að kynna sér nokkrar dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu og velja sér eina til að búa til veggspjald um. Helst vill hún vita hvað fólk getur gert til að bjarga tegundinni. Prófaðu að gera slíkt hið sama.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=