HALLÓ HEIMUR 2

93 Við hjónavígslu eru pör gefin saman af goða. 1. Hvers vegna leitar fólk til goðanna? 2. Hjá hvaða goði eða gyðju myndir þú leita ráða? Hvers vegna? 3. Hvað þýðir að taka börn í tölu fullorðinna? NÝ ORÐ • blót • heita á • kuml Í dag heldur heiðið fólk enn blót þó það fórni ekki dýrum. Ýmsar athafnir sem landnámsfólk hélt eru enn haldnar. Þegar börn fá nafn er haldin athöfn sem kallast nafngift. Þegar börn eru tekin í tölu fullorðinna er haldin siðfestuathöfn. Þegar pör giftast er haldin hjónavígsla. Við siðfestuathöfn staðfestir fólk ásatrú sína eftir að hafa lært um hinn heiðna sið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=