HALLÓ HEIMUR 2

33 Við tölum um inflúensu eða pest þegar veikindi eru að ganga. Stundum veikjumst við í nokkra daga. Svo myndar líkaminn mótefni og okkur batnar. Bakteríur og veirur geta valdið veikindum og smitast á milli fólks. Þess vegna er mikilvægt að þvo hendur vel og varast að hnerra út í loftið. 1. Er einhver með ofnæmi í þínum bekk? 2. Hversu mörg börn í bekknum hafa veikst í vetur? 3. Hvernig er best að geyma lyf svo börn nái ekki til? NÝ ORÐ • ofnæmi • inflúensa • mótefni Inflúensa Örsmáar veirur og bakteríur sjást ekki með berum augum. Hmm… gormur, perlufesti og loðnar hlaupbaunir… þetta er eitthvað skrítið!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=