HALLÓ HEIMUR 2

36 Heilbrigð sál Mikilvægt er að líkami og sál séu bæði hraust. Það er líka hægt að líða illa í sálinni. Við köllum það andlega vanlíðan. Henni geta fylgt líkamlegir verkir eins og magaverkur og höfuðverkur. Þegar okkur verkjar er líkaminn að segja að eitthvað sé að. Þá líður okkur illa. Því þarf að rækta sálina líka. Þegar okkur verkjar í sálina er gott að láta einhvern vita. Ég er klaufi, það er mér að kenna að Sofia meiddist. Þetta var bara slys, þau gerast stundum. Þú átt góða vini sem þykir vænt um þig! Ég get ekki neitt, ég skil ekki neitt. Ekki vera leiður Artie, ég mun alltaf standa með þér! Þú ert sannur vinur. Það er dýrmætt!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=