HALLÓ HEIMUR 2

80 NÝ ORÐ • innyfli • súrsað • söl Matur Landnámsfólk borðaði fisk og kjöt. Helst nautaog lambakjöt en líka svína- og hrossakjöt. Innyfli dýra voru nýtt, til dæmis í slátur. Mjólkin var drukkin og notuð til að búa til mjólkurmat, eins og skyr og smjör. Matur sem þurfti að geyma lengi var ýmist þurrkaður, saltaður eða súrsaður. Kornrækt var stunduð. Kornið var notað í brauð og graut. Fólk tíndi einnig egg, fjallagrös, ber og söl. Fiskur var þurrkaður úti á trönum. Hvað kallast hversdagsmaturinn á myndinni í dag?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=