HALLÓ HEIMUR 2

77 1. Hvernig byggingarefni notaði landnámsfólk í húsin sín? 2. Hvers vegna var mikilvægt að heyja fyrir veturinn? 3. Hvað var gert á Alþingi … a) á landnámsöld? b) í dag? NÝ ORÐ • ryðja • bænda- samfélag • lög Á Íslandi myndaðist bændasamfélag. Flestir stunduðu búskap. Sumir bændur voru ríkari og voldugri en aðrir. Þeir kölluðust goðar. Árið 930 var Alþingi stofnað á Þingvöllum. Allir goðar landsins fóru á Alþingi og tóku marga bændur með sér. Á Þingvöllum voru sett lög og dæmt í ágreiningsmálum. Þar var líka verslað og sagðar fréttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=