HALLÓ HEIMUR 2

85 Heimsmyndin Í norrænni goðafræði eru margir ólíkir heimar. Í miðjunni er tréð Askur Yggdrasils sem tengir þá saman. Goðin búa í Ásgarði. Þar er Valhöll og þangað fara hetjur sem deyja í bardaga. Aðrir fara til Heljar í Niflheimum. Mannfólkið býr svo í Miðgarði og jötnar í Jötunheimum. Bifröst heitir brúin sem liggur á milli Ásgarðs og Miðgarðs. Hún birtist okkur sem regnbogi. 1. Hvers vegna er heiðarleiki góður eiginleiki? 2. Skapanornirnar hétu Urður, Verðandi og Skuld. Hvað er átt við með að þær hafi ákveðið örlög fólks? 3. Hvort ætli hafi verið betra að enda í Valhöll eða Niflheimum? Í Ásgarði er Urðarbrunnur og þar búa skapanornir sem ákveða örlög mannkyns.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=