HALLÓ HEIMUR 2

99 1. Hvernig líður þér ef þér er ekki treyst? 2. Hvað hefur þú lært af fólkinu í kringum þig? 3. Hvers vegna skiptir framkoma okkar máli? NÝ ORÐ • persóna • umhyggja • sjálfsmynd Sjálfsmynd Það er gott að staldra stundum við og skoða sjálfsmyndina sína. Ekki þessa sem sést í speglinum, heldur veruna sem býr í spegilmyndinni. Er veran kurteis og tillitssöm? Kemur veran vel fram við aðra? Trúir veran að hún geti hlutina? Fer hún eftir skólareglum? Þorir veran að prófa eitthvað nýtt? Er vel komið fram við þessa veru? Hvernig vera býr í spegilmyndinni þinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=