HALLÓ HEIMUR 2

73 1. Hvernig væri líf þitt ef þú hefðir fæðst sem þræll eða ambátt á víkingaöld? 2. Hvað myndir þú taka með ef þú værir að flytja til annars lands? 3. Hvað þarf fólk sem flytur á milli landa að læra um nýja staðinn? NÝ ORÐ • stéttaskipting • þrældómur • komast af Á víkingaöld mátti fólk kaupa annað fólk og eiga það. Fólkið sem var hneppt í þrældóm kallaðist þrælar og ambáttir. Það þurfti að hlýða og þjóna eigendum sínum. Bændur, vinnufólk og þrælar unnu saman í nýja landinu. Allir urðu að vinna mikið til að komast af. Víkingar rændu fólki og seldu það. Þrælar vissu ekki hver myndi kaupa þá eða hvert þeir myndu flytja. Já, en ég er Melkorka! Ég er írsk konungsdóttir!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=