HALLÓ HEIMUR 2

53 Birnu finnst gaman að skoða fugla. Hún þekkir marga en ekki alla. Artie er líka áhugasamur um fugla en finnst skemmtilegra að teikna þá. Skoðaðu vefinn fuglavefur.is og hjálpaðu Birnu að komast að því hvað fuglarnir heita sem Artie teiknaði. Teiknaðu fuglana í verkefna- og úrklippubókina þína. Thor er að gera skrá yfir villt spendýr, staðfugla og farfugla sem finnast á Íslandi. Hann ætlar að búa til þriggja dálka töflu og finna fjögur dýr í hverjum flokki. Getur þú hjálpað honum að klára orðasafnið? Birkir og Fróðný gerðu fuglafóðursköngla handa farfuglunum sem þurfa orku eftir langt flug. Þau söfnuðu könglum, smurðu þá með möndlusmjöri og veltu upp úr fræjum og fuglafóðri. Svo hengdu þau könglana upp í tré. Hvernig væri að bekkurinn þinn prófaði að gera fuglafóðursköngla og hengja upp úti? Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=