HALLÓ HEIMUR 2

76 Líf í nýju landi Fyrsta sumarið í nýja landinu var áreiðanlega bæði spennandi og erfitt. Fyrst þurfti að velja svæði til að búa á og svo að byggja skála. Næst þurfti að ryðja skóg svo húsdýrin fengju svæði til að bíta gras. Trén voru notuð sem eldiviður og byggingarefni. Einnig var mikilvægt að heyja fyrir veturinn. Landnámsfólkið þurfti að hjálpast að og börnin unnu með þeim fullorðnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=