HALLÓ HEIMUR 2

88 NÝ ORÐ • hamskipti • alvitur • eilíft Goð og gyðjur búa flest yfir ofurkröftum og sum geta haft hamskipti. Óðinn gaf auga sitt til að verða alvitur. Konan hans er Frigg. Hún er verndari fjölskyldu og heimilis. Frigg sér inn í framtíðina. Þór er sterkastur ása. Hann ver heiminn fyrir jötnum með hamrinum Mjölni. Þór er þrumugoð og kona hans heitir Sif. Goð og gyðjur Sleipnir Hrafnar Óðins heita Huginn og Muninn. Þeir hvísla fréttum í eyru hans. Þótt Þór borði geithafrana sína getur hann lífgað þá aftur við með hamrinum Mjölni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=