HALLÓ HEIMUR 2

61 1. Hvaða raftæki notar þú mest? 2. Hvað er best að gera við biluð raftæki? 3. Hvers vegna er ekki gott að standa undir trjám í þrumuveðri? NÝ ORÐ • rafstraumur • raflost • innvortis Eldingar eru raforka sem birtist með miklum blossa. Þær sjást í eldgosum og þrumuveðrum. Í eldingaveðri er mikilvægt að koma sér í skjól. Ekki má standa undir trjám eða uppi á hól því eldingar leita alltaf stystu leið til jarðar. Þegar rafstraumur fer í gegnum líkamann fáum við raflost. Stundum sjást brunasár á húðinni. Rafbruni getur valdið innvortis meiðslum. Ef ekkert skjól er þarf að hnipra sig saman í lautu. Rafmagn fer alltaf stystu leiðina í gegnum líkamann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=