HALLÓ HEIMUR 2

47 1. Af hverju er lóan stundum kölluð vorboði? 2. Hvaða farfugl flýgur lengst allra fugla? 3. Hvers vegna þarf krían að verja varplandið sitt? NÝ ORÐ • hagstætt • smádýr • varpland Krían flýgur lengst allra fugla. Hún flýgur á milli Norðurpóls og Suðurpóls tvisvar á ári. Krían veiðir síli. Hún ver varpland sitt af mikilli hörku. Tjaldurinn er vaðfugl og kann vel við sig í fjörunni. Hann potar gogginum í sandinn og grefur eftir möðkum og öðrum smádýrum. Tjaldurinn flýgur til Bretlandseyja á haustin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=