HALLÓ HEIMUR 2

NÝ ORÐ • híbýli • sjávarsíða • nagdýr Mýs og rottur Þegar landnámsfólk settist að á Íslandi laumuðust nokkrar mýs með. Húsamýs kjósa að búa nálægt fólki og fá skjól í híbýlum þess. Hagamýs búa villtar í náttúrunni og gera sér holur. Þar safna þær vetrarforða og ala unga sína. Rottur komu fyrst til Íslands með skipum á 18. öld. Þær finnast við sjávarsíðuna og nálægt mannabústöðum. Mýs og rottur eru nagdýr. 52 Hagamús er 9–10 cm löng og 20–30 gr. að þyngd. Rotta getur orðið 30 cm löng og vegið 220–380 gr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=