HALLÓ HEIMUR 2

21 NÝ ORÐ • táknmál • hiksti • garnagaul Líkaminn gefur frá sér alls kyns hljóð. Ekki bara þegar við hlæjum, grátum eða tölum. Stundum fáum við hiksta. Sumt fólk hrýtur þegar það sefur. Þegar við erum svöng heyrist garnagaul. Það brakar í liðamótum á sumu fólki. 1. Hvernig breytist heyrnin þegar þú færð hellu fyrir eyrun? 2. Hvernig hafa heyrnarlausir einstaklingar samskipti við aðra? 3. Hvað þýðir að leysa vind? Búkhljóð Stundum ropum við eða prumpum. Þá er kurteisi að segja „afsakið‟. #! ?! Við leysum öll vind og sum dýr gera það einnig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=