HALLÓ HEIMUR 2

57 1. Hvers vegna má ekki hlaupa um með hníf og skæri? 2. Hvaða hætta stafar sorphirðufólki af glerbrotum í ruslapokum? 3. Hvers vegna þarf að gæta að því hvar við leggjum heita drykki frá okkur? NÝ ORÐ • sneiða • fyrirbyggja • eftirlitslaust Árlega slasast börn af völdum bruna. Ef við vitum hvar hætturnar leynast getum við aukið öryggi okkar. Eldavélahellur hitna mikið. Á þeim eru líka pottar og pönnur með heitum mat. Ýmis raftæki hitna við notkun. Þau mega aldrei vera eftirlitslaus þar sem lítil börn ná til. Kakó, te og kaffi eru heitir drykkir. Við verðum að leggja þá frá okkur á öruggum stöðum. Brunasár Ef við fáum heitan vökva yfir okkur þarf að kæla strax. Lítil börn eru óvitar. Þau þarf að passa sérstaklega vel. Það er aldrei góð hugmynd að leika nálægt eldavélum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=