HALLÓ HEIMUR 2

89 1. Hestur Óðins heitir Sleipnir. Hvað er hann með marga fætur? 2. Hamar Þórs er trúartákn ásatrúarfólks. Hvað þýðir orðið trúartákn? 3. Hvaða styrkleika ætli skáldskapar- guðinn Bragi hafi? Freyja er ástar- og frjósemisgyðja. Hún hjálpar til við fæðingar og getur breytt sér í fugl. Freyr er frjósemisgoð. Hann stýrir regni, sól og frjósemi Jarðar. Iðunn er kona skáldskaparguðsins Braga. Hún gætir gullepla sem gefa goðunum eilífa æsku. Loki er hálfur ás og hálfur jötunn. Eitt sinn var Iðunni og gulleplunum rænt. Það var Loka að kenna. Æsirnir fóru strax að eldast og skipuðu Loka að koma til bjargar. Freyja á Brísingarmen smíðað af dvergum og gölt sem heitir Gullinbursti. Loki fékk lánaðan valsham og bjargaði Iðunni með því að breyta henni í hnetu og fljúga með hana heim. Velkominn í heiminn Bangsa-Þór!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=