HALLÓ HEIMUR 2

112 Alheimurinn varð til í stórri sprengingu fyrir milljörðum ára. Sprengingin kallast Miklihvellur. Við hana dreifðist efnið í heiminum í allar áttir. Seinna myndaðist sólin. Umhverfis hana hringsólaði mikið efni. Sumt af því rakst saman. Við áreksturinn hitnaði efnið. Þá myndaðist kúla úr bráðnu grjóti og málmum. Þetta var Jörðin að fæðast. Jörðin verður til lofthjúpur geimur jarðskorpa innri kjarni ytri kjarni möttull Kjarni Jarðar geymir brennandi heitt, fljótandi efni. Jarðskorpan er yst og hefur kólnað og storknað. Við Miklahvell myndaðist fjöldi stjarna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=