HALLÓ HEIMUR 2

86 Sköpunarsagan Heiðið fólk trúði því að fyrsta lífveran hafi orðið til þegar hiti og kuldi náðu að blandast saman í Ginnungagapi. Þá myndaðist jötunninn Ýmir. Kýrin Auðhumla spratt líka fram og gaf Ými mjólk úr spenum sínum. Hún leysti Búra, forföður ása, sem sat fastur í saltsteini. Æsir og jötnar hafa alltaf tekist á. Óðinn er æðstur ása. Hann og bræður hans drápu Ými og gerðu úr honum heiminn. Vá, spennandi! Ég finn mjög skrítna ryklykt, hvað er þessi bók eiginlega gömul? Ég fann þessa eldgömlu bók á bókasafninu. Hún fjallar um hvernig heimur ásatrúar var skapaður. Í norrænu goðafræðinni segir frá því þegar Óðinn og bræður hans fundu tvo rekaviðardrumba á ströndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=