HALLÓ HEIMUR 2

91 1. Hvernig gersemar myndir þú vilja eiga ef þú værir goð eða gyðja? 2. Hvað myndir þú breyta þér í ef þú gætir haft hamskipti. Af hverju? 3. Hvernig ætli valkyrjur hafi ákveðið hverjir ættu að lifa og deyja í orrustu? Jötnar eru risar sem búa í Jötunheimum. Þeir eru afkomendur Ýmis og mestu óvinir goðanna. Surtur er eldjötunn sem ber logandi sverð. Í ragnarökum sigrar hann goðin og eyðir heiminum með eldinum Surtarloga. Valkyrjur eru sendar í orrustur. Þær ákveða hverjir deyja og hverjir sigra. Valkyrjur flytja fallnar hetjur með sér til Valhallar. Áfram strák… ég meina valkyrjur! Flytjum þessar hetjur heim til Valhallar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=