HALLÓ HEIMUR 2

Hugtök að vega: drepa, myrða. aðgerð: uppskurður í lækningaskyni. aðlagast: að venjast breyttum aðstæðum eða umhverfi. afkomandi: einstaklingur sem er ættaður frá ákveðnu dýri. alvitur: manneskja sem veit allt. andlegt: það sem varðar hugann eða sálina. auðlind: eitthvað sem hægt er að búa til verðmæti úr, eða er verðmæti í sjálfu sér. B bitna á: hefur slæmar afleiðingar fyrir aðra manneskju. blásturshljóðfæri: hljóðfæri sem spilað er á með því að blása í það lofti, t.d. flauta. blót: trúarathöfn í heiðnum sið. boða: forboði, eitthvað sem gefur í skyn mögulega gæfu eða ógæfu. bólusetning: þegar bóluefni er sprautað í fólk til að koma í veg fyrir sjúkdóma. breiðast: dreifast víða. brunnur: lóðrétt göng grafin í jörð til að ná í vatn. búsvæði: svæði sem lífvera býr á og hefur aðlagast. bægsli: útlimir sem sum sjávardýr, t.d. hvalir, synda með. bæjarlækur: lækur sem rennur við bóndabæ eða í gegnum þorp. bændasamfélag: samfélag þar sem flest fólk stundar landbúnað. A E eðlismassi: mælir hversu þétt og þungt efni í hlut er. eftirlitslaust: eitthvað sem enginn fylgist með. eiginleiki: eitthvað sérstakt, gott eða slæmt, sem einkennir fólk. eilíft: það sem varir alltaf, lifir endalaust, deyr aldrei. einkenna: sérkenni manneskju, hlutar eða tegundar sem greinir hana frá öðrum. ekkja: gift kona sem hefur misst maka sinn. eldvirkni: á jarðsvæðum með heitri bergkviku og virkum eldstöðvum er eldvirkni. endurhæfing: það að koma líkama og sál aftur í gott ástand eftir veikindi, slys eða áföll. F fella: detta af. ferskt: þegar eitthvað er nýtt, hreint og óskemmt. forfaðir: einstaklingur sem ákveðinn hópur eða ætt er komin frá. friðsamlegt: eitthvað sem einkennist af friði, ekki átökum. fuglategund: hópur fugla sem hefur ákveðin sérkenni. fyrirbyggja: koma í veg fyrir, passa að eitthvað gerist ekki. fyrirmynd: manneskja sem aðrir horfa upp til og vilja líkjast. fötlun: skerðing, t.d. líkamleg eða andleg, sem hindrað getur fulla samfélagsþátttöku til jafns við aðra. 124

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=