HALLÓ HEIMUR 2

15 Artie langar til að átta sig betur á hringrás vatnsins. Hann byrjar á að teikna sjó. Næst teiknar hann sól, ský og regndropa á himininn. Að lokum setur hann örvar inn á teikninguna og litar hana. Prófaðu líka! Thor er búinn að skrá mörg ný orð yfir rigningu og dropafall er skemmtilegasta orðið að hans mati. Thor ákvað því að skoða hversu marga dropa hann getur látið falla inn í misstóra hringi án þess að þeir flæði út fyrir. Hann notar plastað blað með hringjum, dropateljara til að telja og skráir svo fjölda dropanna. Nú þú! Sofia, Saga og Líf ákváðu að prófa skemmtilega ísmolakeppni sem felst í því að sú sem er fyrst að blása ísmolanum sínum upp á ísjaka vinnur. Þær voru svo heppnar að fá mörgæsaform lánað en nota má hvaða klakaform sem er. Það sem þarf: 1) klakaform 2) bakki 3) sogrör 4) pappír fyrir ísjaka Góða skemmtun! Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=