HALLÓ HEIMUR 2

118 Útlit risaeðla Risaeðlur voru ýmist hreistraðar, fiðraðar eða með brynju. Sumar höfðu gadda og aðrar voru í felulitum. Kjötætur höfðu langar, beittar tennur sem gripu bráðina. Jurtaætur höfðu stuttar, flatar tennur sem slitu laufblöð og plöntur. Kjötætur gengu á afturfótunum. Þær höfðu stutta framfætur með hvössum klóm. Jurtaætur gengu á fjórum fótum og teygðu langan hálsinn upp í trjákrónurnar. Sumar risaeðlur höfðu horn og nefhorn. Aðrar báru höfuðkamb.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=