HALLÓ HEIMUR 2

43 1. Hvernig líta fuglar út? 2. Hvaða fuglategundir þekkir þú? 3. Hvað þýðir að verpa á víðavangi? NÝ ORÐ • fuglategund • búsvæði • regnskógur Það búa fuglar í öllum heimsálfum Jarðar. Búsvæði fugla eru afar ólík. Sumir fuglar búa við sjó, í fjöru eða móa. Fuglar búa líka í eyðimörkum, regnskógum og hátt upp til fjalla. Sumir fuglar verpa í hreiður, aðrir í holur eða á klettasyllur og enn aðrir verpa á víðavangi. Ritan verpir í björgum en lundinn grefur sér varpholur. Álftir verpa í háar dyngjur með djúpri skál meðan sumir fuglar vefja lítil en flókin hreiður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=