HALLÓ HEIMUR 2

Hugtök 128 súrsað: matur sem hefur verið látinn súrna í sterkri mysu. svifflug: þegar sviffluga hefur verið dregin á loft með flugvél, svífur hún um án vélrænnar orku. söl: rauð þarategund sem er þurrkuð og höfð til matar. T táknmál: samskiptatákn sem samanstanda af hreyfingum handa, höfuðs og líkama. trjákróna: efsti og laufgaði hluti trés. U umgengni: það hvernig gengið er um húsnæði, stað eða náttúru. umhverfishljóð: öll hljóð sem við verðum vör við í umhverfi okkar. umhyggja: að hugsa um velferð annarra. uppeldi: þegar börnum er leiðbeint t.d. um samskipti, venjur, framkomu og hegðun. uppfinningasemi: að upphugsa eitthvað nýtt. Ú úrkoma: raki sem fellur niður úr skýjum, ýmist sem regn eða snjór. V varpland: landsvæði þar sem fugl kýs að gera sér hreiður. vatnsból: staður þar sem vatn er sótt. vatnsforði: birgðir af vatni sem eru geymdar og hægt að nota síðar. vatnsveita: fyrirtæki sem sér um öflun vatns, annast og viðheldur vatnsveitukerfi. vega: drepa, myrða. vindkæling: kælingaráhrif sem vindur hefur á umhverfishita. víkingaöld: sá tími sem norrænir sæfarar stunduðu víkingaferðir (um 800–1050). víkingur: norrænn sæfari sem fór í ránsferðir og stundaði viðskipti á víkingaöld. Á milli siglinga var hann bóndi. völundarsmiður: mjög fært og vandvirkt handverksfólk. Þ þróast: þegar lífverur taka hægfara breytingum á löngum tíma. þruma: við eldingu verður sprenging og hljóðbylgjan sem berst frá henni kallast þruma. þrældómur: að vera svipt frelsi sínu og verða eign annarra. þurrlendi: þurrt landsvæði, ekki mýri, tjörn, haf eða vatn. Ö öndvegissúla: önnur af tveimur súlum sem standa sín hvoru megin við hásæti höfðingja. örlög: það sem er fyrir fram ákveðið (af guðum, örlaganornir, forsjón).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=