HALLÓ HEIMUR 2

103 1. Hvernig getur þú notað styrkleika þína við erfið verkefni? 2. Hvaða góðu kosti hefur þú? 3. Hvað þýðir að rýna til gagns? NÝ ORÐ • samgleðjast • gagnrýni • lítilsvirðing Styrkleikasúpa Birkis Ég hef marga góða kosti. Ég á auðvelt með að samgleðjast öðrum. Mér finnst gaman að kynnast öðru fólki. Mér finnst gott að fá hrós. Mér finnst gaman að hrósa öðrum. Ég hlusta á gagnrýni og reyni að læra af henni. Ég samþykki ekki að aðrir stríði mér eða sýni mér lítilsvirðingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=