HALLÓ HEIMUR 2

30 Hraustur líkami Hvernig sem við erum eigum við öll rétt á því að vera hamingjusöm. Flest erum við hraust og fæðumst með tíu fingur og tíu tær. Einstaka börn fæðast með tólf af hvoru. Það er í góðu lagi. Líkaminn er furðuverk og flest fæðumst við heilbrigð. Sum börn fæðast þó blind, heyrnarskert eða með annars konar fötlun. Hvernig sem við fæðumst getum við öll stundað heilbrigt líferni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=