HALLÓ HEIMUR 2

42 Fuglar Fuglar eru fiðraðir. Þeir hafa vængi og tvo fætur. Fuglar hafa gogg og verpa eggjum. Flestir fuglar fljúga. Aðrir flögra. Sumir eru góðir sundfuglar eða geta hlaupið hratt. Fuglategundir geta verið smávaxnar eða mjög stórar. Þær geta verið skrautlegar eða í felulitum. Þeir fuglar sem geta flogið eiga auðvelt með að ferðast um. Þeir fljúga oft í stórum hópum. Hverja af þessum fuglum sjáum við á Íslandi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=