HALLÓ HEIMUR 2

46 Farfuglar Margar fuglategundir fljúga langar, ólíkar leiðir á milli landa. Þessir fuglar kallast farfuglar. Farfuglar eyða mikilli orku í ferðalög sín. Þeir velja flugleiðir þar sem þeir finna fæðu og fá hagstætt veður. Hvers vegna fljúga farfuglar í oddaflugi? Þegar fyrsta lóan kemur til Íslands finnst mörgum að vorið sé komið. Lóan étur skordýr. Hún verpir í móum og syngur dirrin-dí. Flestar lóur fljúga til Evrópu á haustin en sumar fljúga til Afríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=