HALLÓ HEIMUR 2

94 NÝ ORÐ • breiðast • í leyni • friðsamlegt Kristnitaka Þótt flest landnámsfólk hafi verið heiðið var sumt kristinnar trúar. Kristni var farin að breiðast út um Evrópu. Árið 1000 voru trúmálin rædd á Alþingi. Ákveðið var að Ísland yrði kristið land. Fólk mátti samt áfram stunda ásatrú í leyni. Sums staðar fór fólk í stríð út af trúarbrögðum en á Íslandi var breytingin friðsamleg. Á Alþingi var ákveðið að maður nefndur Þorgeir Ljósvetningagoði myndi ákveða hvaða trú ætti að ríkja á Íslandi. Hann lagðist undir feld og hugsaði í heilan dag. Svo kynnti hann að Íslendingar skyldu taka kristna trú. Nú á tímum er falleg, lítil kirkja á Þingvöllum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=