HALLÓ HEIMUR 2

59 1. Hvert er símanúmerið hjá Neyðarlínunni? 2. Hvers vegna er öruggast að geyma lyf í læstum skáp? 3. Rafhlöður innihalda hættuleg efni. Hvað er best að gera við þær þegar þær klárast? NÝ ORÐ • skaða • lífshættulegt • magn Mörg efni eru nauðsynleg. Vítamín styrkja heilsuna og lyf hjálpa okkur í veikindum. Það þarf samt að fara varlega með þessi efni. Lyf og vítamín má bara nota í litlu magni. Lyf þarf að geyma í læstum lyfjaskáp. Stundum verða slys sem tengjast efnum. Þá er mikilvægt að taka umbúðirnar með á sjúkrahúsið svo læknar viti hvernig eigi að bregðast við. Já, og til að vernda náttúruna er gott að fara með málningu, ýmis efni, lyf og rafhlöður í endurvinnsluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=