HALLÓ HEIMUR 2

78 Fatnaður Fatnaður var oftast ofinn úr ull. Skór voru úr skinni. Konur gengu í síðum kyrtlum og höfðu svuntu yfir. Efnaðar konur festu stundum skikkju við axlir eða brjóst með tveimur kúptum nælum. Karlar klæddust buxum, síðri skyrtu og báru oft skikkju. Bæði kynin skreyttu sig með litríkum perlum. Fatnaður landnámsfólks var kynbundinn. Börn klæddust eins og foreldrar af sama kyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=