HALLÓ HEIMUR 2

50 Á Austurlandi búa hreindýr. Þau voru flutt til landsins sem húsdýr. Núna lifa þau villt í náttúrunni. Á Íslandi er hægt að fá leyfi til að fara á hreindýraveiðar. Hreindýr ferðast um í hjörðum. Þau éta gras, krækilyng og smárunna. Hreindýr hafa grábrúnan feld. Bæði kynin hafa horn sem þau nota til að verjast og krafsa eftir æti í snjó. Þau fella hornin árlega. Þá vaxa ný horn. Hreindýr Horn hreindýra eru notuð í margvíslega gripi. upptakari pítsaskeri hnífur Horn hreindýra eru loðin. Hreindýrskálfur er á spena móður í allt að hálft ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=