HALLÓ HEIMUR 2

18 Umhverfis Jörðina er lofthjúpur sem heldur henni hlýrri. Inni í honum er efni sem kallast loft. Við sjáum það ekki því loftið er gegnsætt. Hljóðbylgjur Við öndum loftinu að okkur. Ekkert líf þrífst á Jörðinni án þess. Án lofts væri heldur ekkert hljóð. Hljóð er titringur í lofti. Titringurinn kallast hljóðbylgjur. Trommuslátturinn myndar hljóðbylgjur sem berast til eyrans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=