HALLÓ HEIMUR 2

39 Þegar Artie leið illa ákváðu vinir hans að gleðja hann. Þau bjuggu til hróskort handa honum. Í kortið skrifuðu þau öll eitthvað fallegt um hann. Artie leið strax betur. Prófið að senda hvert öðru kort með H-vítamíni. Líf finnst gaman að læra um alls konar tákn og merki. Hún teiknaði þessi í bókina sína. Þau kallast þjónustumerki og tákna Slysa-hjálp og Lyfjaverslun. a) Teiknaðu merkin í verkefna- og úrklippubókina þína og skráðu hvað þau þýða. b) Finndu fleiri þjónustumerki sem tengjast heilbrigði og neyðarþjónustu. Thor er búinn að vera duglegur að safna orðum sem tengjast hjúkrun. Nú ætlar hann að skipta blaðsíðu í orðabókinni sinni í reiti, skrifa eitt orð í hvern reit og teikna skýringarmynd við. Veldu átta orð af listanum hans og gerðu eins og Thor. Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=