HALLÓ HEIMUR 2

120 Risaeðlurnar hverfa Á skömmum tíma dóu risaeðlurnar út. Það gerðu einnig fleiri dýrategundir. Vísindafólk veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en margar kenningar um náttúruhamfarir hafa komið fram. Vitað er að stór loftsteinn féll til jarðar. Hann þyrlaði upp svo miklu ryki að ekki sást í sólina. Þegar loftsteinn fellur til jarðar brennur hann upp í lofthjúpnum eða myndar holur og gíga á yfirborði hennar. Kannski var loftsteinn valdur að hvarfi risaeðlanna? Fallgígurinn við Chicxulub á Yucatán-skaga í Mexíkó er gríðarlega stór. Yucatán skagi KYRRAHAF MEXÍKÓFLÓI El Salvador Belís Gvatemala Hondúras BANDARÍKIN MEXÍKÓ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=