HALLÓ HEIMUR 2

109 Birna er að æfa sig í að elska sjálfa sig. Hún teiknaði handarfar sitt í verkefna- og úrklippubókina og bjó til fingrafólk með skilaboðum til að minna sig á. Gerðu eins og Birna. Hvaða skilaboð vilt þú láta fingrafólkið minna þig á? Verkefni og umræður Líf ákvað að að trúa meira á sjálfa sig eins og Trausti. Hún skrifaði orðin Ég get ekki á þrjá renninga. Svo skráði hún hluti sem henni finnast erfiðir. Áður en Líf límdi renningana í úrklippubók klippti hún orðið „ekki‟ í burtu. Nú er hún komin með þrjú markmið fyrir sjálfa sig. Prófaðu líka! Trausti hefur gott sjálfstraust. Hann er blindur en finnur leiðir til að gera allt sem vinir hans gera. Trausti notar hjálpartæki ef með þarf og er óhræddur að biðja um aðstoð. Hann er líka þakklátur fyrir að eiga svona hjálpsama vini og góða fjölskyldu. Fyrir hvað eruð þið þakklát? Ræðið saman í litlum hópum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=