HALLÓ HEIMUR 2

44 Staðfuglar Á Íslandi er fjölbreytt fuglalíf. Margar fuglategundir dvelja á Íslandi árið um kring. Þær kallast staðfuglar og þurfa að þola harðan vetur. Hrafninn er svartur og stór spörfugl. Hann hoppar og flýgur. Hrafninn er alæta. Það er auðvelt að hæna hrafn að sér með því að gefa honum mat. Þegar margir hrafnar koma saman kallast það hrafnaþing. Hreiður hrafna kallast laupur eða bálkur. Oft má finna þar ýmislegt rusl. Krunk, krunk, hvað er að frétta, Huginn minn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=