Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

ÉGOG SJÁLFSMYNDIN Sigríður Steinunn Karlsdóttir OG FYLGISKJÖL KENNSLULEIDBEININGAR

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 2 Ég og sjálfsmyndin ISBN 978-9979-0-2900-7 Kennsluleiðbeiningar © 2022 Sigríður Steinunn Karlsdóttir Ritstjóri: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Faglegur yfirlestur: Margrét G. Thoroddsen og Harpa Jónsdóttir, grunnskólakennarar. Menntamálastofnun Kópavogur Allur réttur áskilinn Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 3 Efnisyfirlit Til kennara 4 Almennt 4 Markmið 4 Markhópur 5 Hæfniviðmið 5 Sjálfsmynd 6 Sjálfsmynd og hver er ég? 8 Sjálfsálit og sjálfstraust 10 Sjálfsgagnrýni 12 Jákvætt og neikvætt sjálfstal 13 Hópar sem þú ert í 15 Félagsmótun 17 Fjölskyldan 18 Samfélagsmiðlar 20 Samskipti 24 Samskipti 26 Skólinn og vinir 27 Jákvæð og neikvæð samskipti 28 Jafnrétti, mismunun og einelti 30 Hvað gerir þú – ábyrgð okkar í samfélaginu 33 Heilbrigð sál í hraustum líkama 35 Heilbrigð sál í hraustum líkama 37 Grænkerar og hreyfing 39 Náttúran og hreyfing 42 Svefn og svefnvenjur 43 Andleg líðan 45 Andleg líðan og geðorðin tíu 47 Kvíði 49 Að fá hjálp 51 Tölum saman 52 Hlustun og slökun 53 Jákvæðni 55 Lífið í skólanum 57 Næsta stopp: Kynþroskinn 58 Kynþroskinn og tími breytinga 60 Líkamlegar breytingar og virðing 61 Að stunda kynlíf og ábyrgð í kynlífi 63 Samskiptamiðlar og kynlíf 64 Kynhyrningurinn 65 Kyntjáning og kynhneigð 67 Klám 70 Varúð – hætta 71 Tóbak og ólögleg vímuefni 74 Ofbeldi 77 Hópþrýstingur 78 Hvert stefni ég? 80 Hvert stefni ég? Lærdómur allt lífið 81 Hvað viltu verða? 82 Markmið 84

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 4 TIL KENNARA Almennt Samfélagsfræði er blanda af skyldum námsgreinum eins og félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, sögu, heimspeki, kynjafræði, sálfræði og hagfræði. Samfélagsfræðin fæst við mannleg samfélög og það sem snýr að mannlegri hegðun. Með samfélagi er átt við hóp fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Fyrst í bókinni Ég og sjálfsmyndin er sjálfsmyndin skoðuð en hún hefur mikil áhrif á samskipti okkar við aðra. Síðan fjöllum við um hópa sem við tengjumst og skoðum áhrif þeirra á allt líf okkar. Þarnæst færum við okkur yfir í samskipti en þau eru undirstaða allra samfélaga. Með heilbrigðum lífstíl er hér átt við hvernig við hugsum um okkur sjálf. Þar skipta svefn, matarræði og hreyfing miklu máli. Hér eru nemendur hvattir til að hlúa vel að sér bæði andlega og líkamlega. Kynheilbrigði og hinsegin fræðsla er efni sem fjallaði er um í einum kafla ásamt því að fjallað er um reykingar og vímuefni. Að lokum er svo umfjöllun um náms- og starfsfræðslu. Spurningin sem er í forgrunni er: hvað vil ég verða og hvers vegna? Ofan talin atriði eru bara lítið brot af því besta sem samfélagsfræði er að fást við hverju sinni. Uppbygging námsefnisins og hugmyndafræði Ég og sjálfsmyndin er námsefni í samfélags-og náttúrugreinum fyrir miðstig grunnskóla. Áætlað er að gera þrjár bækur í þessum bókaflokki: Ég og sjálfsmyndin. Ég og samfélagið og Ég og umheimurinn. Nemendabókin samanstendur af átta köflum. Á opnunarsíðu hvers kafla eru markmið hans tilgreind og í lok hvers kafla er samantekt á efni hans. Kafla bókarinnar má vinna í þeirri röð sem kennari/nemandi kýs. Fyrir utan verkefnin sem eru í kennslubókinni og í „skýjum“ hér og þar er einnig úrval skapandi verkefna í kennsluleiðbeiningum. Þar má einnig finna yfirlit um hvernig vinna megi með kennsluefnið. Fylgiskjöl sem bent er á eru til ljósritunar aftast í kennsluleiðbeiningum. Höfundar Höfundur námsefnisins er Garðar Gíslason, félagsfræðingur og kennari og myndhöfundur er Blær Guðmundsdóttir. Markmið Markmið efnisins er að styrkja sjálfsmynd nemenda og félagsþroska og það er meðal annars gert með að ræða málefni sem eru ofarlega á baugi hjá ungu fólki. Verkefnin í bókinni ætti að nálgast út frá því að í mörgum spurningum er ekki endilega um að ræða eitthvað eitt rétt eða rangt svar. Áherslan ætti að vera á upplifun nemanda og að reynsla og upplifanir hvers og eins eigi að hafa jafnan rétt og annarra. • efla læsi í víðu samhengi svo sem myndalæsi, kenna samfélagslæsi og samskiptalæsi • virkja ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda og hvetja til gagnrýninnar hugsunar • þjálfa nemendur jafnt í sjálfstæðum vinnubrögðum og til samstarfs/samvinnu við aðra • hvetja til sjálfstæðrar upplýsinga- og þekkingarleitar • efla orðaforða

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 5 Markhópur Námsefnið er hugsað fyrir nemendur á miðstigi. Verkefnin í bókinni og í kennsluleiðbeiningum er hægt að vinna annaðhvort sem einstaklingsverkefni, hópverkefni eða með bekknum í heild. Hæfniviðmið Ég og sjálfsmyndin fellur vel að hæfniviðmiðum í samfélags- og náttúrugreinum við lok 7. bekkjar. Námsefnið styður að auki við þverfaglega kennslu og má finna marga fleti á samþættingu svo sem með listgreinum, upplýsinga- og tæknimennt. Í upphafi hvers kafla er tengt í hæfniviðmið sem unnið er með og það á einnig við um lykilhæfni sem tengd er við ákveðin verkefni.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 6 SJÁLFSMYND Bls. 4–13 Í kaflanum lærum við að: • skoða hugtakið sjálfsmynd og hvað fellur undir það hugtak • efla og styrkja sjálfstraust og sjálfsálit • átta okkur á því að við getum stjórnað hugsunum og breytt neikvæðu sjálfstali yfir í jákvætt • fundið veikleika og styrkleika okkar og unnið með þá Um kaflann Kaflinn Sjálfsmynd fjallar um sjálfsmynd okkar, hvernig við getum styrkt sjálfstraust og sjálfsálit, fundið styrkleika og þjálfað jákvætt sjálfstal með réttu hugarfari. Í kaflanum er leitast eftir að nemendur skoði sjálfsmynd sína og hlutverk sín gaumgæfilega og átti sig á því hver þau eru í raun og veru. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu. • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum. • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem á við hverju sinni. • lært af mistökum og nýtt sér óvæntar niðurstöður við lausn verkefna á skapandi hátt. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íslensku: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi. • skrifað einfalda texta sem tengjast daglegum athöfnum, persónulegum högum, líðan, áhugamálum og viðhorfum með stuðningi hjálpargagna. (Verkefni bls. 14.) Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur skoða hugsanir sínar og átta sig á að það er hægt að stjórna þeim. ◦ Að tala við sjálfan sig í huganum ◦ Nemendur búa til veggspjald um góða sjálfsmynd og slæma sjálfsmynd Tjáning og miðlun • Nemendur gera grein fyrir og miðla af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni. ◦ „Hver er ég“ Sjálfstæði og samvinna • Nemendur gera sér grein fyrir styrkleikum sínum með það að markmiði að efla og byggja upp sjálfsmynd sína. ◦ Hróshringur Nýting miðla • Kennari sýnir nemendum valið efni um sjálfsmynd og neikvætt sjálfstal • Nemendur skoða hugtakið sjálfsmynd í gegnum samfélagsmiðla

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 7 Grunnþættir efldir í kaflanum Læsi • Unnið er með orðaforða nemanda í lestri og töluðu máli. • Kennari og nemendur fara í gegnum útskýringar á hugtökum. • Fjölmiðlarýni og samfélagsmiðlar • Nemendur læra að þekkja eigin tilfinningar, þekkja sínar sterku og veiku hliðar og öðlast trú á eigin getu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni daglegs lífs. Heilbrigði og velferð • Fjallað er um leiðir til að efla vellíðan nemenda. • Nemendum er gefið rými til vaxtar með umræðum og spurningum sem tengjast bættri líðan. • Rætt er um mikilvægi jákvæðra hugsana í eigin garð og nemandanum eru gefnar mikilvægar upplýsingar til að bæta líðan sína. Jafnrétti • að koma jafnt fram við alla • að koma fram af virðingu við alla • við höfum öll tilfinningar og okkur má líða allavega Sköpun • Nemendur teikna sjálfsmynd. • Nemendur vinna veggspjald líkt og sjá má á bls. 13. Til athugunar: Mikilvægt er að vinna með efni bókarinnar af vandvirkni og gefa nemendum færi á að tala um tilfinningar og líðan. Þá er átt við að leggja minni áherslu á þekkingaratriði, staðhæfingar og staðreyndir. Skapa þannig flæði milli kennara og nemenda með reynslusögum, hugmyndum og frjórri hugsun.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 8 Sjálfsmynd og hver er ég? Markmið: Að nemendur fái skilning á hugtökunum sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfsálit. Að nemendur átti sig á sínum eiginleikum og hlutverkum í hóp ásamt því að skoða styrkleika sína og veikleika. Fróðleikur fyrir kennarann: Sjálfsmynd er í raun heildarhugmynd manneskjunnar um sjálfa sig. Inn í heildarhugmyndina spila fjölmargir þættir s.s. persónuleiki, áhugamál, skoðanir, gildismat, kyn, aldur, störf o.s.frv. Sjálfsmyndin er uppbyggð og mótuð með tímanum í gegnum annað fólk og aðstæður. Spurningin Hver er ég? er mjög víða í efninu og býður upp á margskonar svör. Hver erum við í raun og veru? Þegar öll okkar hlutverk eru tekin burt, hvað af okkur stendur eftir? Gera vinir mínir mig að þeirri manneskju sem ég er? Þessari spurningu verður ekki svarað svo glatt og gætu sumir sagt að þessari spurningu sé ekki hægt að svara. Breytist þessi „ÉG“ mögulega eftir æviskeiðum? Gildi og eiginleikar sem einkenna fólk eru margskonar og væri kannski við hæfi að nefna við nemendur t.d. þessi gildi: ábyrgð, frelsi, friður, hamingja, heiðarleiki, hugrekki, kærleikur, samvinna, umburðarlyndi, virðing og þakklæti. Kveikja á ensku: Myndband á ensku um sjálfsmynd og gildi. Wellbeing For Children: Identity And Values: https://www.youtube.com/watch?v=om3INBWfoxY Áður en horft er á myndina getur verið gott að fara yfir hugtök og erfið orð, svo sem: • identity: eiginleiki • values: gildi • ethnicity: uppruni (þjóðaruppruni) • unique: einstæður • determination: viljastyrkur (einbeitni, staðfesta) Umræður út frá myndbandi: • Hvað merkir hugtakið eiginleiki? Hverjir eru eiginleikar ykkar? • Hvað merkir að þú hafir gildi í lífinu? Getið þið nefnt dæmi um gildi? • Hugsaðu þér að allir í bekknum væru með sömu eiginleika, reynslu og gildi. Hvernig myndi lífið í bekknum breytast? • Skrifaðu lista með því sem þér finnst gott, skemmtilegt og mikilvægt – eins og gert er í mynd- bandinu. Prófaðu að tengja gildi við listann eins og gert er þar. Hér getur verið gott að hjálpast að. • Haldið þið að einhver viti betur hvernig okkur líður og hvaða áhugamál við höfum en við sjálf? • Þó þið séuð ung, þekkið þið ykkur sjálf? Hver eru lífsgildi ykkar og eiginleikar? Kveikja: Sjálfsmynd bls. 4 • Skoðið barnið í miðjunni á myndinni. Umræðupunktar við mynd: • Hvernig sjálfsmynd ætli barnið í miðjunni hafi? • Hvernig ætli það sjái sjálft sig? • Hvað gæti barnið gert til að stækka skuggann sinn? • Hvaða hugsanir ætli búi innra með barninu? • Hefur ykkur liðið eins og hinum krökkunum á myndinni? Getið þið lýst því hvernig ykkur leið?

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 9 Verkefni við mynd á bls. 4 – Að teikna skuggann sinn Getið þið teiknað upp skuggann ykkar eins og sýnt er á myndinni á bls. 4. Hvernig myndi ykkar skuggi líta út? Nemendur fá blað þar sem þeir geta teiknað upp skuggamynd af sjálfum sér út frá því hvernig þeim líður þann daginn. Gott er að minna á að stundum er dagamunur á skugganum. Skoðið myndina á blaðsíðu 5 – Stúlkan sem horfir í spegil. Við sjáum öll orðin sem gera okkur að því sem við erum. Umræðupunktar: • Hvernig sjáið þið ykkur? • Ætli við sjáum okkur ólíkt því sem aðrir sjá okkur? • Ætli við hugsum öðruvísi til okkar en annarra? • Er slæmt að vera t.d. feimin/feiminn/feimið? • Hvort ætli við sjáum okkur með fleiri neikvæð eða jákvæð lýsingarorð? Verkefni – Sjálfsmynd Nemendur eru hvattir til að teikna upp sjálfsmynd, þ.e. mynd af sér. Inn á myndina geta þau skrifað öll þau orð sem eiga við þau sjálf (hjálparorð á blaðsíðu 5) og sem þeim finnst einkenna sig og sjálfsmynd sína. Mælt er með að þau riti niður jákvæð orð í öðrum lit en orð sem þau telja neikvæð. Verkefni – Hugarkortavinna „Hver er ég“ Nemendur fá autt A4 blað þar sem þau eiga að setja niður allt það sem þeim dettur í hug að nefna í tengslum við spurninguna „Hver er ég?“ Eftir að nemendur hafa lokið við að setja nokkur atriði niður á blað, biður kennari þau um að fara í þriggja manna hópa og þau eiga að deila því sem kom upp sín á milli. Næst velja þau 3 atriði sem þau ætla að nefna þegar kennari býður hópunum að segja frá sínum umræðum. Það ættu því í lok kennslustundar að vera 15-25 orð upp á töflu út frá spurningunni ,,Hver er ég?“ 87 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | ÉG ER FRÁBÆR AF PVÍ AD ... Verkefni: Ég er frábær af því að ... Nemendur fylla inn í svona mynd þar sem þau geta bætt við hjörtum eftir því sem þau vilja. Hugtök útskýrð: Sjálfsmynd: Það merkir hvaða hugmynd við höfum um okkur sjálf. Hver við erum og hvernig við erum. Sjálfstraust: Það merkir hversu mikla trú við höfum á sjálfum okkur og getu til að ná markmiðum okkar og takast á við lífið. Sjálfsálit: Viðhorf einstaklings til sjálfs sín og virði sem manneskju. Eiginleikar: Atriði sem einkenna hverja manneskju, hlut eða fyrirbæri. Hæfileikar: Tök á að afla sér kunnáttu eða leikni með tiltekinni þjálfun. Styrkleikar: Að vera góð/ur í einhverju, að vera sterk/ur, gagnlegur eiginleiki. Veikleikar: Að vera ekki góð/ur í einhverju. Reynsla: Upplifun, það að reyna e-ð.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 10 Áhugaverðir tenglar: Grein eftir Ólaf Pál heimspekikennara í Háskóla Íslands https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2357 Wellbeing For Children: Confidence And Self-Esteem https://www.youtube.com/watch?v=pdjaxS4ME2A&ab_channel=ClickView Leiðbeiningar fyrir umsjónarkennara og stjórnendur bekkjarfunda – bls. 27 https://barabyrja.is/wp-content/uploads/2020/01/bekkjarfundahefti_082005.pdf Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga https://sjalfsmynd.wordpress.com/2013/10/16/ad-velja-ser-vidhorf-myndband/ Sjálfsmynd og styrkleikar: Íslenskt myndband https://www.youtube.com/watch?v=uVa6w2IOkMA&ab_channel=ElvaBjorkAgustsdottir Sjálfsálit og sjálfstraust Markmið: Að nemendur efli sjálfstraust og fái útskýringar á því hvernig sjálfstraust byggist upp. Fróðleikur fyrir kennarann: Sjálfstraust og sjálfsálit okkar er samofið tilfinningalífinu og ef við vinnum stöðugt að því að styrkja þessa þætti, geta þeir orðið lykilþættir í bættari samskiptum og líðan. Kennarar og samnemendur hafa ekki síður áhrif á sjálfsmynd barna en foreldrarnir. Við byggjum sjálfsálit okkar út frá félagsmótun og hafa félagsmótunaraðilar áhrif á hugsanir okkar og hvort við mótum ríkjandi sterkt eða veikt sjálfstraust. Munurinn er ekki mikill á þessum hugtökum en þó nokkur. Sjálfsálit er það álit sem við höfum á okkur en sjálfstraust er það sem við treystum sjálfum okkur til að gera í daglegu lífi. Það er hægt að efla sjálfstraust með margvíslegum hætti og markviss og meðvituð þjálfun getur hjálpað okkur að breyta gömlum og úreltum hugsanamynstrum. Að hafa gott sjálfstraust og sjálfsálit hefur mikil áhrif á líf okkar og líðan. Á þessari opnu eru hugtökin sjálfstraust og sjálfsálit útskýrð og börnin fá þær upplýsingar að þau séu sérfræðingar í sjálfum sér og enginn veit betur um líðan þeirra en þau sjálf. Þeim er sýnt að ábyrgðin er þeirra og þau geta sjálf skoðað líðan sína út frá hugsunum og áliti sínu á sjálfum sér. Umræðupunktar: • Hugsaðu þér að þú sért að fara að gera eitthvað sem mörgum finnst erfitt. Til dæmis að taka vítaspyrnu, halda ræðu, syngja fyrir aðra eða sýna myndirnar þínar. Hvaða áhrif hefur sjálfstraustið í svona aðstæðum? • Getur verið að það sem við hugsum um okkur sjálf, hafi áhrif á það hvernig við högum okkur í samskiptum við aðra? Getið þið nefnt dæmi? • Er sjálfsálit það sama og sjálfstraust? Þekkið þið muninn? • Hafið þið mikið eða lítið sjálfstraust? • Hvernig vitum við hvernig sjálfstraust býr innra með okkur? • Hvað einkennir lítið sjálfstraust? Finnum við það í samskiptum? En líkamanum? • Hvað haldið þið að við getum gert til að efla sjálfstraust okkar? • Hvað hefur slæm áhrif á sjálfsmyndina. Getið þið nefnt dæmi? • Fæðumst við með ákveðna tegund af sjálfsáliti eða byrjum við að þróa sjálfsálit í gegnum annað fólk í kringum okkur? • Hvernig getum við stoppað hugsanir sem brjóta niður sjálfsálit okkar?

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 11 Verkefni: Að tala við sjálfan sig í huganum: Nemendur skrá niður allar þær hugsanir sem upp koma í stílabók eða spjaldtölvu/tölvu. Kennari tekur tímann (3-5 mín.). Nemendur skrá niður allar þær raddir sem þau heyra. Að skoða hvernig við tölum við sjálf okkur og sjá það í gegnum skrif. Nemendur skrá svo niður hvaða hugsanir þau vilja losna við úr huganum. Til þess að losa sig við þær, þarf að stroka þær út og bæta þeim hugsunum sem nemendur vilja hafa í huganum í staðinn. Verkefni: Æfing í sjálfstrausti. Upplestur á textabút eða ljóði gæti verið sniðug leið til þess að æfa nemendur í að standa í traustinu til sjálfs síns. Hér gæti kennari minnt á að sjálfstraust getur verið byggt upp með þjálfun. Það reynist mörgum erfitt að stíga skref í að tala fyrir framan aðra og er því mikilvægt að gefa þeim nemendum minni textabúta eða auðveldari verkefni. Að koma upp og segja frá nafninu sínu og gæludýri eða áhugamáli gæti verið nóg. Þessar æfingar gæti verið gott að gera reglulega í einhvern tíma. Verkefni: Hver er ég? Nemendur fylla inn í eyðublaðið sem á við þau sjálf. Nemendur geta rætt sín svör í minni hópum ef þau vilja deila sínum óskum og löngunum. Hugtök: Sérfræðingur: Einhver sem veit mjög mikið um ákveðið efni. Ástúðlegur: Vera góð/ur við aðra og sýna kærleik. Hjálpsamt: Viljugt til að hjálpa þeim sem þarf á aðstoð að halda. Leiðir til vinsælda: Þegar einhver gerir eitthvað til að auka vinsældir sínar. Uppeldi: Að ala upp barn. Athugasemdir: Að segja sína skoðun á einhverju eða koma með ábendingu. Að standa með sér: Að gera það sem er best fyrir mann sjálfan. Að tilheyra: Að fá að vera með í hópi, vera hluti af hópi. Áhugaverðir tenglar: Hvað er sjálfsmynd? Heilsuvera. https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/sjalfsmynd/hvad-er-sjalfsmynd/ Útskýring á sjálfstrausti (íslenska). https://www.youtube.com/watch?v=0jOh8GaRTBA Sjálfstraust frá KVAN (íslenska). https://www.youtube.com/watch?v=NPHBHmAAMQc Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4771 88 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | HVER ER ÉG? Ljúktu við setningarnar: Uppáhalds maturinn minn er Uppáhalds liturinn minn er Skemmtilegasta íþróttin er Eitt af því sem ég vildi aldrei gera er að Mér finnst erfitt að Það sem ég geri vel er að Uppáhalds hátíðardagurinn minn er vegna þess að Ef ég ætti frídag myndi ég Ég þarf að fá hjálp í skólanum í hvaða námsgrein Mig langar til að læra Þegar ég hugsa um framtíðina Ég held að heimurinn væri betri ef Tónlistin sem mér finnst skemmtilegust er

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 12 Sjálfsgagnrýni Markmið: Að nemendur átti sig á hættunni sem fylgir sjálfsgagnrýni, samanburði við aðra og velta fyrir sér hvers vegna fólk dæmir aðra. Fróðleikur fyrir kennarann: Kaflinn um sjálfsálit og sjálfstraust tekur á því ef fólk stundar mikla sjálfsgagnrýni. Í kaflanum er lögð áhersla á mikilvægi sjálfsmildi. Í kaflanum er nemendum kennt að hugsa vel um sjálfa sig og hunsa gagnrýni annarra. Gagnrýni er iðulega niðurbrjótandi og henni fylgir stjórnsemi. Við gagnrýnum aðra ef okkar innra samtal er neikvætt. Í góðu umhverfi og jákvæðum aðstæðum gagnrýnum við minna og jákvæð hrós og uppbygging er besta vopnið gegn gagnrýni. Að taka ekki orð annarra inn á sig og efla sjálf sig þannig að orð annarra vegi ekki meira en sjálfsálitið sem býr innra með okkur. Gagnrýni er nátengd fullkomnunaráráttu og stjórnsemi. Það er hægt er að vinna með nemendum út frá þeim vinkli. Kveikja á ensku: Máttur orðsins: Power of Words: Stutt myndband um áhrif orða á líðan. https://www.youtube.com/watch?v=kRHjmYO-c6w&ab_channel=CommonSenseEducation Umræða út frá myndbandi: • Hafið þið upplifað eitthvað svipað og svona eins og spilari 1 í myndbandinu? Að orðin sem aðrir segja við ykkur sitja föst hjá ykkur? • Hvernig líður ykkur þegar þið fáið ,,neikvæð skilaboð“ frá öðrum? Hvaða tilfinningar upplifið þið? • Hvers vegna haldið þið að sumir gagnrýni annað fólk? • Hvað getum við gert þegar ljót orð eru sögð við okkur? Kveikja Skoðið stúlkuna á blaðsíðu 8. Takið eftir kössunum sem hún ber á bakinu. Umræðuefni: • Hvernig haldið þið að stelpunni á myndinni líði? • Hugsaðu þér að þú sért með svona kassa á bakinu. Hvaða áhrif hafa þeir á þig? Hvernig finnur þú fyrir þeim? • Hvernig getum við losað okkur við það sem er í kössunum? • Hvaðan haldið þið að orðin sem eru í kössunum komi? Skoðið stúlkurnar tvær á blaðsíðu 9. Önnur þeirra dæmir eða gagnrýnir á meðan hin tekur við gagnrýninni.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 13 Umræðuefni: • Af hverju gagnrýnum við aðra? • Hvernig heldur þú að stelpunni sem gagnrýnir líði? En þeirri sem verður fyrir athugasemdinni? • Önnur stúlkan er í hlutverki gagnrýnandans og hin í hlutverki þolandans. Getum við sem þolendur gert eitthvað til að stoppa þann sem segir svona við okkur? • Hvernig getum við hjálpað stúlkunni sem fær gagnrýnina ef við heyrum til? • Hennar fyrstu viðbrögð eru „ha“. Hugsaðu þér að þú gætir hvíslað að henni ráði eða hugmynd áður en hún svaraði. Hvert myndi ráðið/hugmyndin vera? Hvers vegna? • Sumir segja mjög ljót orð við aðra krakka bæði beint við þau og einnig á netinu. Hvað finnst ykkur um að einn eða fleiri niðurlægi aðra krakka t.d. með því að segja að þau séu feit, ljót, ömurleg, menguð, glötuð og annað sem niðurlægir. Hugtök: Hugleiða: Íhuga eitthvað eða velta einhverju fyrir sér. Gagnrýni: Þegar einhver segir kosti og galla einhvers. Að eiga eitthvað skilið: Að hafa unnið sér eitthvað til tekna eða fá eitthvað verðskuldað. Að vera hvetjandi: Einhver sem hælir og hrósar öðrum og hvetur aðra til að gera sitt besta. Jákvætt og neikvætt sjálfstal Markmið: nemendur sjá muninn á neikvæðu og jákvæðu sjálfstali á myndrænan hátt og efla þannig vitneskju sína um hvers vegna það er gott að velja jákvætt sjálfstal sem oftast. Fróðleikur fyrir kennarann Jákvætt sjálfstal er í raun hugsanamynstur sem við þjálfum upp og getum notað þær hugsanir til að bæta líðan. Að tala fallega um sjálfa/n sig, hvort sem það er upphátt eða við aðra, getur haft mjög jákvæð áhrif. Sumir nota neikvætt sjálfstal mikið í lífi sínu og draga þannig úr getu og hæfni sem hefur áhrif á líðan. Neikvætt sjálfstal getur leitt til kvíða og þunglyndis og markvissar æfingar í að byggja upp jákvætt sjálfstal getur skipt sköpum fyrir nemendur með efasemdir um sjálfa sig. Kveikja: Skoðið skýin á blaðsíðu 10 og 11. Umræðupunktar: • Þekkið þið þessar hugsanir sem þið sjáið á myndinni í skýjunum? • Skoðið drenginn sem hugsar: „Af hverju ætli einhver vilji vera vinur minn?“ Hvernig haldið þið að hann hugsi um sjálfan sig? • Hvernig væri hægt að hjálpa honum að breyta neikvæðu sjálfstali yfir í jákvætt? • Hafið þið svona rödd innra með ykkur sem segir ykkur að þið séuð ekki nóg? • Hvað getum við gert við þessar rödd, ef hún kemur? • Nefnið 3 eiginleika í fari ykkar sem þið eruð ánægð með. Sumum finnst erfitt að finna eitthvað jákvætt en geta talið endalaust upp eitthvað neikvætt. • Erum við montin ef við sjáum það fallega í okkur, eða erum ánægð þegar okkur gengur vel? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Hvort haldið þið að við tölum oftar jákvætt eða neikvætt til okkar sjálfs? Hvers vegna? • Haldið þið að jákvætt sjálfstal hjálpi okkur að leysa verkefni? En neikvætt? Hvers vegna?

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 14 Verkefni: Jákvætt sjálfstal Nemendur búa til blóm með jákvæðu sjálfstali. Í miðju blómsins geta nemendur skrifað „jákvætt sjálfstal“. Síðan skrifa þau hvatningu til sjálfs sín á blómhlutana í kring. Áhugaverðir tenglar: Þinn besti vinur: Myndband á íslensku. https://www.youtube.com/watch?v=XO0rzb7gFtA&t=117s&ab_channel=Vertu%C3%BEinnbestivinur Positive self talk. Myndband á ensku. https://www.youtube.com/watch?v=GSboXBkwpY0 Dove Change One Thing | How our girls see themselves: Myndband á ensku. https://www.youtube.com/watch?v=c96SNJihPjQ Criticism doesn’t have to bring you down: Myndband á ensku um neikvætt sjálfstal. https://www.youtube.com/watch?v=VnXAZuWYZXc Samantekt Eftir að nemendur og kennari hafa skoðað kaflann og notað það sem þau kjósa úr honum, ættu nemendur að vera eilítið meðvitaðri um eigin sjálfsmynd, styrkleika sína og veikleika. Nemendur ættu að hafa fengið tækifæri að spegla sig í öðrum og hlusta á reynslu annarra. Nemendur ættu að hafa fengið smjörþefinn af því hver þau eru í raun og hvaða hlutverk þau spila í lífinu ásamt aukinni meðvitund um sjálfstal. Mikilvægt er að gefa nemendum gott rými og tíma til að skoða sig sjálf undir handleiðslu kennara. 89 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | JÁKVÆTT SJÁLFSTAL Skrifið hvatningu til ykkar sjálfra í blómhlutana. JÁKVÆTT SJÁLFSTAL

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 15 HÓPAR SEM PÚ ERT Í Bls. 14–21 Í kaflanum lærum við: • hvað hugtakið félagsmótun merkir og hverjir eru helstu félagsmótunaraðilarnir. • að samfélagið mótar okkur sem einstaklinga. • að fyrirmyndir eru mikilvægar í mótun einstaklinga. Um kaflann: Kaflinn fjallar að mestu um félagsmótun. Hvernig samfélagið sem við fæðumst inn í hefur áhrif á það hvernig við þróum eiginleika okkar. Kaflinn kemur inn á áhrif foreldra, skóla, vina og samfélagsmiðla á mótun einstaklings. Í kaflanum er einnig að finna upplýsingar um hvernig fjölskylda og aðrar fyrirmyndir geta verið góðar og slæmar. Við lærum einnig um leikreglur samfélagsins og hvað menningin og kerfislega hugsunin kennir nemendum frá fæðingu; það sem er leyfilegt og það sem er bannað. Tengsl kaflans við hæfniviðmið lífsleikni: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd. • gert grein fyrir og miðlað af þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem á við hverju sinni. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íslensku: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt. • skrifað einfalda texta sem tengjast daglegum athöfnum, persónulegum högum, líðan, áhugamálum og viðhorfum með stuðningi hjálpargagna. (verkefni bls. 22) • skrifað stuttar lýsingar á atburðum, fyrri viðfangsefnum og reynslu. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra. • sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti. • sýnt umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi. • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta. Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur spyrja rannsakandi spurninga og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna (bls. 22). • Nemendur læra um fjölmiðla og mikilvægi þess að nota gagnrýna hugsun þegar leitað er upplýsinga.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 16 Tjáning og miðlun • Nemendur taka virkan þátt í samræðum og rökræðum af öryggi og gera grein fyrir skoðunum sínum á skýran og greinargóðan hátt. Sjálfstæði og samvinna • Nemendur þurfa að taka virkan þátt í samstarfi. • Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og taka þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum (verkefni 4, bls. 23). • Nemendur vinna með öðrum og leggja sitt af mörkum í samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla. ◦ Verum fyrirmyndir Nýting miðla • Nemendur sýna ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða verkefnavinnu og nýta rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð. ◦ Nemendur gera stuttmynd um vináttu. Grunnþættir efldir í kaflanum: Læsi • Nemendur móta með sér félagsvitund og borgaravitund. Með því að fræðast um félagsmótun og læra um leikreglur samfélagsins. • Kennari og nemendur fara í gegnum útskýringar á hugtökum. • Nemendur læra á samfélagsmiðla og ræða mikilvægi aldurstakmarka. • Nemendur lesa um fjölmiðla og mikilvægi þess að nota gagnrýna hugsun. Heilbrigði og velferð • Nemendur efla siðferðisþroska sinn og geta sett sig í spor annarra. • Nemendur vinna verkefni tengd vináttu og læra um félagsleg samskipti og mikilvægi jákvæðra samskipta. ◦ Sannur vinur ◦ Vinahringur Jafnrétti • Nemendur læra af samnemendum í gegnum reynslusögur og fróðleikskorn. • Nemendur læra um vináttu og mikilvægi þess að vera vinur til að eignast vini. ◦ Sannur vinur ◦ Vinahringur Lýðræði og mannréttindi • Nemendur lesa um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu. • Nemendur læra um gildi fjölskyldna og mismunandi fjölskylduform. Sjá verkefni um fjölskyldugerðir ásamt því að skoða bls. 16 í nemendabók. ◦ Fjölskyldugerðir Sköpun • Nemendur gera hugarkort sjá verkefni 1 á bls. 20. • Nemendur vinna stuttmynd.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 17 Félagsmótun Markmið Að nemendur öðlist þekkingu á hugtakinu félagsmótun og hverjir það eru sem móta okkur sem einstaklinga. Að þau sjái tengsl milli fjölskyldu og mótun nemenda og hvaða áhrif við höfum hvert á annað án þess að gera okkur grein fyrir því. Að við skoðum hvaða fyrirmyndir við höfum í lífinu og af hverju við veljum að fylgja þeim. Fróðleikur fyrir kennarann: Strax við fæðingu stöndum við frammi fyrir löngu og flóknu námsferli sem kallast félagsmótun en þá er átt við hvernig nýfædd barn geti orðið nýtur samfélagsþegn með öllum þeim reglum og lögum sem lúta hverju samfélagi. Félagsmótun felur i sér að kenna nýfæddu barni siði og venjur í því samfélagi sem það býr í. Siðir, tungumál, líkamstjáning og óskráð lög eru hluti af félagsmótun einstaklings. Við lærum fljótlega að gera greinarmun á réttu og röngu eftir því hver viðbrögð umönnunaraðila, eða annarra sem lifa í sama samfélagi, eru. Einstaklingum er stýrt ómeðvitað og hegðun kennd og flokkuð sem óviðeigandi eða viðeigandi. Fyrirmyndir: Eitt af því mikilvægasta fyrir sjálfsmynd okkar og mótun eru fyrirmyndir. Börn og ungmenni líta upp til og horfa í eiginleika frægra einstaklinga, þá sérstaklega útlitsleg karaktereinkenni á borð við líkamsbyggingu, hárlit og fatnað. Fyrirmynda sem hafa svipuð gildi og við sjálf getur verið ákjósanlegast að líta upp til. Hvað er það í fari manneskju sem við viljum tileinka okkur? Fyrirmyndir geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á okkur. Til dæmis geta fyrirmyndir hjálpað okkur að bæta okkur í því sem viljum standa okkur í. Hvatningarorð frá fyrirmynd eru oft mjög mikilvæg og hafa hvetjandi áhrif á líðan og markmið. En fyrirmyndir geta líka verið með það háar væntingar til markmiða að við náum ekki að nálgast þau og brjótum okkur niður fyrir það. Gott er að minna sig á það að við erum öll mannleg og að fyrirmyndir geta líka gert mistök. Þá gefum við okkur frekar rými til að gera mistök eins og allir eiga til og þá er bilið ekki eins mikið á milli okkar og fyrirmynda okkar. Kveikja: Pay it forward: Myndband um það hvernig við höfum ómeðvitað áhrif á aðra https://www.youtube.com/watch?v=X3ld9_p2bS0&ab_channel=Mythmakerone Umræðuefni: • Hvað er góð fyrirmynd? • Hvaða fyrirmyndir eigið þið? Hvað gerir þær að fyrirmyndum? • Sjáum við mismunandi eiginleika í fari annarra? Er góð fyrirmynd fyrir einn, kannski slæm fyrirmynd fyrir annan? • Hvað finnst ykkur að góð fyrirmynd þurfi að hafa í fari sínu? • Ef heimurinn fengi að fylgjast með ykkur í einn dag, mynduð þið hegða ykkur öðruvísi en venjulega? Haldið þið að við hegðum okkur öðruvísi ef einhver horfir á okkur? • Hvernig getum við haft jákvæð áhrif á fólkið í kringum okkur? • Getum við orðið fyrirmyndir án þess að fólk þekki okkur? Hvernig þá? • Hvernig komið þið fram við yngri systkini eða önnur yngri börn? Herma þau eftir ykkur? Ef svo er, eruð þið þá fyrirmyndir?

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 18 • Eru vinir fyrirmyndir? Hvernig þá? • Eru til slæmar fyrirmyndir? Hvernig vitum við hvort fyrirmynd, eða sú manneskja sem við lítum upp til, sé slæm eða góð fyrirmynd? Umræðuefni: Skoðið myndina á blaðsíðu 14. Hvað sýnir þessi mynd? Af hverju sýnir myndin hringrás? Í hvaða hópum eru þið? Verkefni: Verum fyrirmyndir fyrir skólann Skemmtilegt samvinnuverkefni fyrir bekk eða minni hópa. Bekkurinn ákveður að gera eitthvað eitt góðverk í skólanum og börnin vona að aðrir fylgi í kjölfarið. Dæmi um verkefni: • Dreifa fallegum orðum um skólann • Taka upp rusl í matsalnum • Hrósa 2-3 nemendum í skólanum daglega Verkefni: Fyrirmyndin mín Hugið vel að því hvaða fyrirmyndir þið hafið. Veljið ykkur eina. Finnið mynd af henni á netinu eða í blaði og límið á stærra blað. Skráið niður allt það jákvæða sem fyrirmyndin hefur í fari sínu. Hugtök Samfélag: Stór eða lítill hópur fólks sem lifir saman, til dæmis samtímis í sama landi. Tilheyra: Að vera hluti af hópi. Félagsmótun: Við erum öll mótuð af því samfélagi sem við búum í. Við lærum af öðrum, til dæmis hvernig á að haga sér, hvað má og hvað ekki og margt fleira. Leikreglur samfélagsins: Þær reglur, skrifaðar og óskrifaðar sem fólk í samfélagi fer almennt eftir. Áhugaverðir tenglar: Sterkari út í lífið: Fróðleikur og verkefni. https://sterkariutilifid.is/verkefni/fyrirmyndir/ TED fyrirlestur 13 ára drengs um hvernig við getum bætt okkur í lífinu – dæmi um góða fyrirmynd. https://www.youtube.com/watch?v=bC0hlK7WGcM&ab_channel=TEDxTalks

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 19 Fjölskyldan Markmið kaflans: Að nemendur fái að kynnast mismunandi fjölskyldugerðum og áhrifum þeirra sem félagsmótunaraðila. Hvaða áhrif hefur skólinn á mótun einstaklinga og hvaða áhrif hafa vinirnir á það hvernig þú verður? Fróðleikur fyrir kennarann: Fjölskyldan er alla jafna talin mikilvægasti hlekkurinn í félagsmótun. Fjölskyldan leggur grunn að grunnþörfum einstaklinga – öryggi, nánd, hlýju, fæðu. Fjölskyldan er fyrsta tengslanet barnsins og er mikilvægasti þátturinn í að móta tilfinningatengsl barna. Foreldrar eru oftast fyrirmyndir barna sinna bæði hvað varðar góða og slæma siði og á unga aldri læra börn meðal annars að líkja eða herma eftir fyrirmyndum sínum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og oft taka börn upp siði foreldra sinna þó svo að foreldrar reyni að aga þau til annars. Eftir því sem börn eldast fær skólinn stærra hlutverk á móti fjölskyldunni í félagsmótuninni. Hlutverk skólans er meðal annars að miðla hugmyndum og gildum sem eru ríkjandi á hverjum tíma og kenna okkur færni og þekkingu. Þessir þættir endurspegla kröfur samfélagsins um hvað sé nauðsynlegt að kunna til að geta orðið nýtir samfélagsþegnar. Vinir og kunningjar taka við á unglingsárunum eða aðeins fyrr og hafa áhrif. Þá fara orð vina oft og tíðum að skipta meira máli en orð foreldra. Börn og ungmenni máta sig gjarnan mest við vini snemma á unglingsárum. Þá fer sjálfsvitundin að breytast með auknum þroska. Álit annarra byrjar að koma inn í félagsmótunina og fara ungmenni að máta sig við fyrirmyndir í fjölmiðlum og vilja líkjast þeim sem þau telja góðar fyrirmyndir. Fróðleikur: Fjölskyldugerðir og einkenni þeirra • Kjarnafjölskylda samanstendur af barni eða börnum og kynforeldrum þeirra. • Einstætt foreldri er karl eða kona sem býr ein með barn sitt eða börn. • Stjúpfjölskyldur samanstanda af barni eða börnum, einu kynforeldri og einu stjúpforeldri / sambýlisforeldri sem tekur að sér foreldrahlutverk. Líffræðilegt foreldri og stjúpforeldri eiga oft hvort sitt barn annars staðar, sem þýðir að börnin eiga stjúpsystkini. Þegar foreldrar eiga börn saman getur fjölskyldan tekið á sig mjög fjölbreytta mynd. • Í tilfellum fósturfjölskyldna, tekur fólk til sín börn sem eru ekki þeirra eigin í ákveðinn tíma. • Ættleiðingarfjölskyldur eru fjölskyldur með barn eða börn sem hafa verið ættleidd. • Samkynhneigðir sem eru í hjónabandi eða í skráðri sambúð geta ættleitt börn eða eignast börn með tæknifrjóvgun, með þeim venjulegu skilyrðum sem gilda um ættleiðingu barna og hafa sömu réttindi og aðrir foreldrar ef þeir eiga börn fyrir. Umræðupunktar: • Hvað er sönn vinátta? • Hvernig verður maður góður vinur? • Þekkið þið orðatiltækið: komið fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Getið þið nefnt dæmi? • Hvernig mynduð þið lýsa sönnum vini? Verkefni: Sannur vinur! 1. Hvað er sönn vinátta – hverju leita ég að, í fari vinar? 2. Hvers vegna vel ég þetta? 90 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | SANNUR VINUR! 1.Hvað er sönn vinátta – hverju leita ég að, í fari vinar? 2. Hvers vegna vel ég þetta? Teiknaðu þig Svona verð ég góður og sannur vinur

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 20 Verkefni: Stuttmynd – vinátta Nemendur vinna saman í hóp og afla sér heimilda um sanna vináttu. Hvað er sönn vinátta? Hvernig lýsið þið góðum vini? Kemur sannur vinur manni til hjálpar? Segir sannur vinur leyndarmál upphátt? Nemendur skrifa nokkrar setningar um hvað einkennir sanna/góða vináttu á blað eftir að hafa kannað hugtakið sannur vinur á netinu. Því næst vinna þeir að því að búa til stuttmynd um vináttu með yfirskriftinni: Hvað er sannur vinur? Börnin vinna saman handrit og í litlum hópum. Setja upp leikþátt/stuttmynd um sanna vináttu og aðstæður þar sem sönn vinátta skiptir máli. Verkefni: Fjölskyldugerðir. Skoðið blaðsíðu 16. Þar má sjá mismunandi fjölskyldugerðir víðs vegar á blaðsíðunni. Sjá má tvo pabba, tvær mömmur, eina mömmu og fleira. Getið þið talið upp þær fjölskyldugerðir sem þið þekkið? Er einhver fjölskyldugerð sem er ekki leyfileg? Nemendur vinna veggspjald í hóp. Valin er ein fjölskyldugerð fyrir hvern hóp – eða nemendur velja sjálfir hvernig þeir vilja setja saman eina fjölskyldu. Teiknuð mynd eða klippt út, persónum gefin nöfn, aldur, starfsheiti og heimilisfang og land sem þau búa í. Þau gætu líka átt gæludýr sem geta verið með. Yfirskriftin gæti verið: Ólíkar fjölskyldugerðir. Hugtök: Fjölbreyttar fjölskyldugerðir: Fjölskyldur geta verið allskonar. Eitt foreldri, tvö eða fleiri, börn sem eiga sömu eða sitt hvora foreldra, foreldrar sem eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir eða eitthvað allt annað og svo framvegis. Félagsmótun: Við erum öll mótuð af því samfélagi sem við búum í. Við lærum af öðrum, til dæmis hvernig á að haga sér, hvað má og hvað ekki og margt fleira. Að spjara sig: Að bjarga sér Áhugaverðir tenglar Ólíkar fjölskyldugerðir https://www.mcc.is/is/family/family-types/ Tegundir fjölskyldna sem eru til og einkenni þeirra. https://is.nsp-ie.org/0d-tipos-de-familia-que-existen-y-sus-caracteristicas-46c0d0-2a2a6c6 Hvað er sannur vinur? Viðtöl við unga krakka um vináttu. https://www.youtube.com/watch?v=d9HH3pTmHz8

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 21 Samfélagsmiðlar Markmið: Að nemendur átti sig á hvaða áhrif samfélagsmiðlar geta haft á okkur. Umræða er tekin um hugtakið falsfréttir og þeirri spurningu velt upp hvernig nemendur geti átt heilbrigð samskipti við samfélagmiðla þannig að þau séu örugg og ástundi heilbrigða notkun á miðlunum. Fróðleikur fyrir kennarann Hugtakið falsfréttir er tiltölulega nýtt í orðaforða okkar og ekki endilega allir sem vita merkingu þessa orð. Falsfréttir eru fréttir sem eru ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru til fréttastöðva og fréttamanna. Kröfur sem siðanefndir fréttamanna eða fjölmiðlanefnd setja eru að fréttir eiga að vera sannar, þær eiga að byggja á góðum og staðfestum rökum og heimildum. Fréttir eiga ekki að vera viljandi settar fram sem misvísandi skilaboð né farið í kringum sanna atburðinn eða atvikið. Ef fréttir standast ekki þessar kröfur eru þær gjarnan flokkaðar sem falsfréttir eða óáreiðanlegur fréttaflutningur. Fylgiskjal til útprentunar frá Saft. 91 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | Kveikja Skoðaðu spjaldið hér að ofan frá SAFT. Veltið fyrir ykkur þessum punktum sem settir eru þar fram. Umræðupunktar: • Hvað er falsfrétt? Getið þið komið með dæmi um falsfréttir? • Haldið þið að allt sem þið lesið í fjölmiðlum sé satt? • Hvers vegna haldið þið að fólk búi til falsfréttir? • Hvernig getum við greint muninn á raunverulegum fréttum og falsfréttum? • Er auðvelt að sjá falsfréttir eða líta þær út eins og venjulegar fréttir? Verkefni: Geimverur koma Búið til falsfrétt um lendingu geimvera á jörðinni. Í fréttinni þarf að vera eitthvað sem er raunverulegt, til dæmis staðir sem eru til í alvörunni – þó innihaldið sé bull. Gætið þess að hafa fréttina spennandi en ekki of ótrúlega. Mynd á blaðsíðu 19 Skoðið myndina á blaðsíðu 19. Hvað sér konan í sjónvarpinu í tjörninni? Er hún að segja satt, ýkja eða jafnvel að segja ósatt? Teiknið það sem konan sér, eða lýsið því munnlega eða skriflega.

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 22 Umræður: • Það sem við sjáum í fjölmiðlum er ekki alltaf satt. Trúið þið öllu sem þið lesið og heyrið? • Hvað merkir hugtakið gagnrýnin hugsun? • Hvernig getum við skoðað fjölmiðla með gagnrýninni hugsun? • Hvernig vitum við í raun hvort fréttir eða auglýsingar séu sannar og hverjar ekki? • Við þurfum að þjálfa okkur upp í að finna út sannleiksgildi frétta og upplýsinga sem birtast okkur í fjölmiðlum. Hvernig gerum við það? Sjá fylgiskjal. Samfélagsmiðlar: Kveikja ef óskað er en það kostar að kaupa aðgang að myndinni. Teiknimyndin „Ron er í rugli“ fjallar um sanna vináttu, samfélagsmiðla og falsfréttir. Teiknimyndin fangar öll viðfangsefni kaflans og mælt er með að sýna þá mynd sem kveikju fyrir allan kafla 2. Ron´s gone wrong – kynning á myndinni https://www.youtube.com/watch?v=8I8nMtzN05s&ab_channel=20thCenturyStudios Hægt að kaupa hér aðgang https://viaplay.is/store/ron-er-i-rugli-2021 Umræða út frá myndinni: • Skiptir meira máli að eiga vini á samfélagsmiðlum en í raunheimum? • Beddi og Ron eiga þarna sérstaka vináttu. Eigið þið slíka vináttu með einhverjum? • Í myndinni er talað um að vinátta liggi í báðar áttir og það sem þú viljir fá frá vini þínum ættir þú að gefa líka. Eruð þið sammála þessum vangaveltum? • Hvers vegna haldið þið að Svava í myndinni hafi verið svo upptekin af því að eignast svona marga vini á internetinu? Hvernig leið henni í raun? • Hver gæti boðskapur myndarinnar verið? • Þekkið þið tilfinningar Bedda um einmanaleika? • Hvort er betra að eiga marga kunningja og fáa vini eða marga vini? Verkefni: Vinahringur. Nemendur vinna að einstaklingsbundnu verkefni um vinahring. Nemendur fá blað þar sem þeir teikna 3-4 hringi. Minnsti hringurinn er settur á mitt blaðið með fornafninu „ég“. Teiknaðir eru hringir utan um minnsta hringinn. Næsti hringur ber nafnið „nánasti hringur – fjölskylda og góðir vinir“ Næsti hringur er „kunningjar“ og fólk sem nemendur þekkja eilítið. Nemendur geta raðað fólki sem þau þekkja niður í hringina og séð hverjir standa næst þeim. Þannig ættu þau að sjá hvert þau vilja setja orkuna og hverjir raunverulega skipta máli í lífi þeirra. Hjálplegar spurningar til að staðsetja fólk: • Líður mér vel með manneskjunni? • Get ég verið ég sjálf/sjálfur/sjálft? • Er gagnkvæm virðing og traust? • Geri ég jafn mikið fyrir vin minn og hann fyrir mig? • Þekki ég vin minn eins vel og hann þekkir mig? Umræður: • Hvaða samfélagsmiðla þekkið þið? • Hvaða tilgang haldið þið að samfélagsmiðlar hafi? • Teljið þið samfélagsmiðla vera að þjóna okkur vel eða skaða okkur? Hvers vegna? • Hver eru aldurstakmörk á samfélagmiðla sem eru vinsælir í dag hjá ungu fólki? • Af hverju haldi þið að það séu aldurstakmörk fyrir þá sem eru á samfélagsmiðlum?

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 23 Áhugaverðir tenglar: Hvað eru falsfréttir? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78865 Hvernig best sé að þekkja falsfréttir frá raunverulegum fréttum. https://tigull.is/svona-thekkir-thu-rangfaerslur-og-falsfrettir/ Small Talk | Technology | CBC Kids. Enskt myndband með viðtölum við börn um samfélagsmiðla. https://www.youtube.com/watch?v=kZfOVg07sys A Video About Online Strangers. Myndband á ensku um hættur samfélagsmiðla. https://www.youtube.com/watch?v=GQuXmAIcdCw&ab_channel=Bark Hugtök: Samfélagsmiðlar: Samfélagsmiðlar eru forrit og vefsíður þar sem notendur birta myndir og aðrar upplýsingar og eiga samskipti við aðra notendur á netinu. Tik Tok, Instagram, Facebook og Twitter eru dæmi um samfélagsmiðla. Vefsvæði: Heimasíða einstaklings, hóps eða fyrirtækis. Smáforrit: Forrit, oftast sem hlaðið er niður í fartæki svo sem síma. Dulnefni: Tilbúið nafn sem notað er til að fela raunverulegt nafn. Falsfréttir: Fréttir og auglýsingar sem eru ekki sannar. Þær eru oft samdar til að villa um fyrir fólki og hafa áhrif á skoðanir þess. Fjölmiðlar: Fjölmiðill er miðill sem fagfólk stendur á bak við og sem sendir eða kemur út reglulega og fær töluverða dreifingu. Til dæmis dagblöð, fréttasíður, sjónvarp og útvarp. Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna: Alþjóðlegur samningur sem útskýrir hvað það þýðir að vera barn, öll réttindi barna og skyldur stjórnvalda til að tryggja þessi réttindi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=