Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 56 Verkefni: Jákvæði bekkjar-regnboginn Nemendur föndra regnboga eins og þau langar að hafa regnboga saman sem bekkur. Það er hægt að hafa fyrirmyndina á opnunni á bls. 54 og 55. Hægt er að nota þann efnivið sem skólinn býður upp á og leyfa nemendum að nota hugarflug sitt. Regnboginn þarf að vera dálítið stór til að öll jákvæðu orðin komist fyrir. Undir regnboganum geta þau skrifað jákvæð orð og staðhæfingar. Hvort sem það er um þau sjálf eða bara almenna jákvæðni. Það er hjálplegt að slá „jákvæð gullkorn“ inn í leitarvélar og fletta upp, til að fá hugmyndir. Þau geta skapað sjálf eða fengið lánað af netinu. Regnbogann hengja þau upp þar sem þau geta horft á hann daglega. Verkefni: Jákvæði kassinn Bekkurinn býr til kassa (eða kennarinn) þar sem lítil rifa er gerð til að taka á móti blaðsneplum. Þegar nemendur heyra hrós eða falleg orð jákvæðni, þá skrásetja þau það og setja í jákvæðni kassann. Í lok vikunnar eru svo lesin upp orðin. Verkefni: Jákvæð hugsun Nemendur loka augunum og endurtaka eitthvað falleg og jákvætt í 2-3 mínútur. Þeir geta notað eitthvað af setningunum í regnboganum á opnunni. Nemendur fylgjast með eigin líðan og skrá niður ef eitthvað breytist eftir þessar mínútur og möntrur af fallegum orðum til sjálfs síns. Verkefni: Jákvæð hugsun 2 Hvernig getið þið breytt svörtustu hugsunum ykkar um vandamál í eitthvað jákvætt? Skoðið dæmin hér fyrir neðan. Hvernig gerið þið snúið neikvæða viðhorfinu yfir í jákvætt? • Klípusaga 1 Það er svo ömurlegt í íþróttum. Kennarinn byrjar alltaf á því að láta okkur hlaupa 10 ferðir yfir íþróttasalinn. Mér finnst það alveg glatað því ég er alltaf með þeim síðustu að hlaupa. Svo geta hinir bara staðið við endann og horft á mann meðan maður klárar. • Klípusaga 2 Það er fiskur í matinn. Mér finnst það rosalega ósanngjarnt því það var fiskur í skólanum í dag. Tvisvar sama daginn! Áhugaverðir tenglar: Hugarfrelsi – vefur með fræðsluefni til að efla sjálfsmynd. – Jákvæðni og gleði. https://hugarfrelsi.is/veldu-jakvaedni-og-gledi/ Hugarfar og jákvæðni með Jóni Jónssyni og Begga Ólafs https://www.youtube.com/watch?v=pOZ194Zh8Mw Geðhjálp – Hugsaðu jákvætt, það er léttara https://www.youtube.com/watch?v=c4a42Ll1vg4 Hugtök útskýrð: Heiðarlegur: Sá sem segir satt og rétt frá og kemur fram í sannindum er heiðarlegur Hlustandi: Sá sem hlustar meðan aðrir tala er hlustandi. Sá sem hlustar af athygli er gjarnan nefndur góður hlustandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=