Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 71 VARÚD - HÆTTA Bls. 76-86 Markmið kaflans er að: • nemendur fræðist um afleiðingar neyslu og misnotkunar á áfengi. • nemendur fræðist um neyslu fjölbreytts forms tóbaks, að það hefur slæmar afleiðingar á líkamann. • nemendur fá innsýn í afleiðingar neyslu ólöglegra vímuefna. • nemendur fræðast um hvert skal leita ef þau upplifa ofbeldi. • læra hvað er hópþrýstingur og hvernig best er að standast hann og vera trúr sínum gildum. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íþrótta: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi. • gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir. Tengsl kaflans við hæfniviðmið náttúrugreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfi. • tekið afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. • gert grein fyrir eigin lífssýn og skilningi á samspili náttúrunnar, mannsins og heilbrigði eigin líkama. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta. • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta. • gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins. • gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu. • lýst með dæmum hvernig samfélagsgerð tengist lífi einstaklinga. • sýnt fram á skilning á kostnaði eigin neyslu og sé læs á þau áhrif sem ýmis tilboð og auglýsingar hafa á eigin neyslu og á samfélagið. • séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni. • lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats fyrir eigin sjálfsvitund. • tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti. • metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra. • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra. • rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum. • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=