Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 65 Kveikja: Skoðið vel myndina á bls. 67 Umræður: • Hér eru leiðbeiningar um það hvað þarf að hafa í huga þegar birta á mynd á netinu. • Hafið þetta í huga þegar þið birtið ljósmyndir af öðrum á netinu? • Hvert fara myndir sem við birtum á netinu? • Haldið þið að það verði hægt að ná í 30 ára myndir í framtíðinni af ykkur, þegar þið voruð ung? • Ef þið ætlið í forsetaframboð eftir 30 ár, mynduð þið vilja að allar myndirnar af ykkur væru sýnilegar? • Ef þið sendið mynd til einhvers sem þið treystið og viðkomandi dreifir áfram, er það ykkar ábyrgð? Eruð þið sek? Hver er refsingin fyrir slíku atviki? Áhugaverðar síður Netið og samfélagsmiðlar frá umboðsmanni barna. https://www.barn.is/netid-samfelagsmidlar-og-born/leidbeiningar-til-foreldra/ Hugtök útskýrð: Gjörbylt: Eitthvað sem breytir hratt um stefnu eða fjarlægist upphaflegum upphafspunkti. Hugmyndir geta gjörbylst við sterka reynslu. Netheimar: Heimur internetsins Kynferðislegur undirtónn: Þar sem gefið er í skyn það er sagt óbeint eitthvað en ekki orðað skýrt og skorinort. Kynferðisleg áreitni: Þegar einhver áreitir eða virðir ekki mörk annarrar manneskju í samskiptum tengt kynferði. Verkefni – Söguskrif Skrifið sögu í dagbókarstíl þar sem eftirfarandi hugtök þurfa að koma fram: myndbirting – traust – þvingar – samþykki – senda – spjalla – foreldrar – lögregla – hjálp Kynhyrningurinn Markmið: Að nemendur læri að fólk hefur mjög mismunandi kynvitund og kyntjáningu. Það er engin ein leið til að sýna hvernig einstaklingur hver og einn er. Fróðleikur fyrir kennarann: Kynvitund segir til um hvernig fólk vill lifa og vera í sínu kyni. Kynvitund vísar ekki til kynfæra, líffræði eða útlits heldur upplifunar fólks af eigin kyni. Allir hafa kynvitund því allir upplifa kyn sitt á einhvern hátt. (Sjá t.d. á https://otila.is/) Flestir þurfa sjaldan að hugsa út í kynvitund sína því hún samræmist því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. En það eru til einstaklingar sem þurfa að efast eða eru ekki fullvissir um að það kyn sem gefið var upp við fæðingu sé ekki þeirra rétta kyn og eru því trans eða kynsegin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=