Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 69 Sjónvarpsþættir og bíómyndir: Er hinseginleiki karaktera stórt atriði eða auka atriði (oft eru persónur til staðar einfaldlega sem hinsegin fólk). Fá þessir hinsegin karakterar að tengjast öðru hinsegin fólki, t.d. að eiga hinsegin vini, tengjast hinsegin samfélaginu (pride eða baráttumálum), er hinseginleiki í víðara samhengi einhvern tímann til umræðu? (það er jákvætt ef svo er). Hvernig endar saga hinsegin karakteranna? (sögulega séð hafa þeir oftar verið drepnir/tekið eigið líf, upplifað harmleik og sorg í tengslum við sinn hinseginleika). Hverjir eru uppáhalds þættir/ bíómyndir ykkar þar sem hinsegin fólk kemur fyrir? Eiginleikar, áhugamál og hlutir: Kennari dregur fram ákveðna eiginleika, áhugamál og hluti sem eru oftast tengdir við kvenleika eða karlmennsku og spyrja hópinn hvort þetta eigi meira heima undir kvenleika eða karlmennsku? Jafnvel byrja á því að segja að sumir halda að eitthvað af þessum orðum hér fyrir neðan sé meira tengt karlmennsku eða kvenleika og ræða svo við nemendur. Halda svo áfram að spyrja spurninga þar til öll atriði er komin mitt á milli og skrifa þar fyrir ofan „öll kyn“. Nemendur eiga að öðlast skilning á því að við getum öll haft áhuga og verið alls konar, óháð kyni. Mikilvægt að útskýra að karlmennska er ekki strákar og karlar heldur hugmyndir um karlmennsku, sama með kvenleika. Um leið gott að spyrja hvort svona tvíhyggju kynjahugsun sé ekki útilokandi fyrir kynsegin fólk. T.d.: o fótbolti o ballett o gráta o reiði o massi o salat o kjöt o mjótt o bílar- leikföng o dúkkur o bleikur o krossfit o bifvélavirkjun o umhyggjusemi o glimmer o heimilisstörf o varalitur o barnauppeldi o hjólabretti o tölvuleikir Verkefni um bandamenn/bandafólk: Hversu oft heyrum við fordóma í kringum okkur, athugasemdir sem byggjast á kynjanormum (gott að gera í kjölfarið á verkefninu hér fyrir ofan), athugasemdir sem tengjast hinsegin fólki, fötluðu fólki, húðlit og fleira? Hvað getum við gert þegar við heyrum þetta? Hvað getum við sagt? Athugið að það þarf að huga að öryggi þeirra sem verða vitni að fordómum og mögulegu ofbeldi, að setja sig ekki í hættu, en gera eitthvað í málunum. Í þessu verkefni mætti skipta upp í hópa og láta nemendur lesa athugasemdir sem þau gætu heyrt, og fengið þau til að ræða saman um hvernig þau myndu tækla slíkt. T.d. ef þau heyra yngri börn segja „þetta er hommalegt“, „hann hleypur eins og stelpa“, stelpa með stutt hár fær að heyra að hún sé lessuleg eða með strákaklippingu, stelpur verða kjánalegar og hlæja og færa sig frá bekkjarsystur sinni sem er lesbía, að trans barn sé spurt hvort það sé stelpa eða strákur/stöðugar spurningar um kyn….

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=