Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 16 Tjáning og miðlun • Nemendur taka virkan þátt í samræðum og rökræðum af öryggi og gera grein fyrir skoðunum sínum á skýran og greinargóðan hátt. Sjálfstæði og samvinna • Nemendur þurfa að taka virkan þátt í samstarfi. • Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og taka þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum (verkefni 4, bls. 23). • Nemendur vinna með öðrum og leggja sitt af mörkum í samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla. ◦ Verum fyrirmyndir Nýting miðla • Nemendur sýna ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða verkefnavinnu og nýta rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð. ◦ Nemendur gera stuttmynd um vináttu. Grunnþættir efldir í kaflanum: Læsi • Nemendur móta með sér félagsvitund og borgaravitund. Með því að fræðast um félagsmótun og læra um leikreglur samfélagsins. • Kennari og nemendur fara í gegnum útskýringar á hugtökum. • Nemendur læra á samfélagsmiðla og ræða mikilvægi aldurstakmarka. • Nemendur lesa um fjölmiðla og mikilvægi þess að nota gagnrýna hugsun. Heilbrigði og velferð • Nemendur efla siðferðisþroska sinn og geta sett sig í spor annarra. • Nemendur vinna verkefni tengd vináttu og læra um félagsleg samskipti og mikilvægi jákvæðra samskipta. ◦ Sannur vinur ◦ Vinahringur Jafnrétti • Nemendur læra af samnemendum í gegnum reynslusögur og fróðleikskorn. • Nemendur læra um vináttu og mikilvægi þess að vera vinur til að eignast vini. ◦ Sannur vinur ◦ Vinahringur Lýðræði og mannréttindi • Nemendur lesa um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu. • Nemendur læra um gildi fjölskyldna og mismunandi fjölskylduform. Sjá verkefni um fjölskyldugerðir ásamt því að skoða bls. 16 í nemendabók. ◦ Fjölskyldugerðir Sköpun • Nemendur gera hugarkort sjá verkefni 1 á bls. 20. • Nemendur vinna stuttmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=