Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 29 Kveikja: Skoðið vel atburðarás á bls. 26 Þar sem Stína segir Möggu vinkonu sinni leyndarmál og Magga segir frá öðrum frá því. Umræðuefni: • Hvað mynduð þið gera í sporum Stínu? • Hvernig er vináttusamband eftir brot á trausti? • Hugsaðu þér að þú sért vinur Möggu og Stínu. Hvernig mynduð þið hjálpa þeim að leysa þetta mál? • Hvers vegna haldið þið að Magga hafi sagt frá leyndarmálinu? • Hvernig haldið þið að Stínu líði? • Hvernig vinur er Magga? Mynduð þið halda áfram að vera vinir Möggu? Verkefni: Leikþáttur: Spuni Nemendum er skipt í 3 manna hópa og fá þeir hlutverk Möggu, Stínu og svo Önnu sem er þriðja vinkonan og hálfgerður sáttamiðlari. Anna vill ekki missa vinskap Möggu né Stínu og kallar á sáttarfund með þeim þar sem bæði Magga og Stína fá að tjá sig. Einu reglurnar eru að það er bannað að grípa fram í og að leyfa báðum aðilum að tjá sig eins lengi og þær þurfa áður en næsta tekur við. Verkefni: Hróshringur – hrósþema – hrósvika Að vinna með hrós og styrkleika. Í þessu verkefni er hægt að leika sér og taka eftir styrkleikum annarra og okkar eigin. Gott verkefni er hróshringur. Þá sitja nemendur í hring og áherslan er jákvætt sjálfstal til sín og annarra. Fyrsti hringur gæti verið hugsaður sem hrós í eigin garð. Nemendur velja 2-3 styrkleika sem þeir vilja deila með hringnum. Nemendur fara síðan annan hring með áherslu á hrós eða styrkleika þess sem situr við hliðina á honum. Hér er hægt að útfæra hróshring eftir öðrum hugmyndum. Meðal annars senda nafnlausa hrósmiða og annað í þeim dúr. Eins væri mjög sniðug leið að hafa hrósviku þar sem nemendur einblíni mikið á styrkleika annarra og láti hvert annað vita hvers þau eru megnug. Gæti verið sniðugt að safna hróssteinum í krukku eða miðum í kassa? Áhugaverðir tenglar: Little Voices: What Makes a Good Friend? Enskt myndband um vináttu. https://www.youtube.com/watch?v=ReMq3KX8F94&ab_channel=ActionforChildren 6 Signs That it’s Time to Let Go of a Best Friend: Myndband á ensku um vinslit. https://www.youtube.com/watch?v=nNgIi4eJduY Hugtök útskýrð: Jákvæð samskipti: Samskipti sem byggja fólk upp, svo sem bros, hrós og uppörvun. Neikvæð samskipti: Samskipti sem brjóta fólk niður, svo sem skammir, háð og niðurlæging. Jákvæð athygli: Að sýna einhverjum athygli með til dæmis brosi, hrósi uppörvun eða öðru jákvæðu. Neikvæð athygli: Að sýna einhverjum athygli með til dæmis ónótum, skömmum, niðurlægingu eða öðru neikvæðu. Aðdáun: Að hrífast af einhverju eða einhverjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=