Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 35 HEILBRIGD SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA Bls. 34-43 Í kaflanum lærum við að: • til að stunda heilbrigðan lífstíl þurfum við sjálf að leggja á okkur vinnu. • í hugtakinu heilbrigður lífsstíll felst að huga vel að matarræði, hreyfingu og svefnvenjum. • við berum sjálf ábyrgð á heilsu og líðan okkar. Um kaflann Kaflinn Heilbrigð sál í hraustum líkama kemur inn á grunnþarfir hverrar manneskju. Mataræði, svefn og hreyfing er lykillinn að heilbrigðum lífsstíl. Kaflinn setur fram heilbrigð viðmið á þessum þáttum og skýrir út jákvæðar afleiðingar af því að iðka heilbrigðan lífsstíl. Tengsl kaflans við hæfniviðmið skólaíþrótta: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun. • tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu. • tekið þátt á ábyrgan hátt í útivist með tilliti til aðstæðna og ratað um landsvæði eftir korti, Tengsl kaflans við hæfniviðmið heimilisfræði: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • tjáð sig um heilbrigða lífshætti og tengsl þeirra við heilsufar. • tjáð sig um aðalatriði næringarfræðinnar. • farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdum heimilishaldi. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra. • gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar. Tengsl kaflans við hæfniviðmið náttúrugreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum. • útskýrt tengsl heilbrigðis og þess sem borðað er. • útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu. • hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra. Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur geta skilgreint viðmið um árangur með því að hugsa um hreyfingu og nægan svefn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=