Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 30 Hatursorðræða: Tal eða skrif sem ræðst gegn fólki, til dæmis vegna kynþáttar, trúar, kyns, fötlunar eða kynhneigðar. Vanþakklæti: Andstæðan við þakklæti. Til dæmis að kunna ekki að meta það sem gert er fyrir þig. Höfnun: Það að vilja ekki eitthvað eða einhvern. Eitrað andrúmsloft: Andlegt umhverfi sem lætur fólki líða illa. Verkefni: Sjálfstalsrannsókn bls. 28 Hægt er að styðjast við blað í fylgiskjölum. Hér eiga nemendur að skrá niður í einn dag árekstra eða önnur samskipti. Þau skrifa: Dagsetningu – Hvað gerðist? Hvaða hugsanir komu upp? Var þetta jákvætt eða neikvætt sjálfstal. Dæmin geta verið. „Vinur minn fór í fýlu því ég gaf ekki boltann á hann.“ – Hugurinn sagði: Hann þolir mig ekki, ég er ömurlegur vinur. Ég ætla að fara í fýlu á móti. Valið er neikvætt sjálfstal. Jafnrétti, mismunun og einelti Markmið: Að nemendur finni grundvöll til að horfa með gagnrýnum augum á hvers kyns misrétti. Að nemendur geti breytt eigin fyrir fram ákveðnum hugmyndum um minnihlutahópa með víðsýni og þrói með sér samkennd með öðrum. Fróðleikur fyrir kennarann: Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er gjarnan stjórnarskrárbundið og er þá tengt ákveðnum flokkum á borð við kyn, kynþátt, þjóðerni(sbrot), stétt, trúarbrögð, aldur, fötlun og tungumál. En er hægt að skilgreina viðfang fordóma fyrir fullt og allt? Er hægt að segja: burtu með fordóma? Er þá átt við tiltekna flokka fordóma? Lesefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má finna hér: https://www.barn.is/barnasattmalinn/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/ Hægt er að panta veggspjald og bæklinga hjá Menntamálastofnun – pöntunarsíðu. https://mms.is/namsefni/barnasattmalinn-veggspjald Kveikja: Skoðið 2. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er sett fram á blaðsíðu 28 í bókinni. (Einnig hægt að nálgast hana á vefnum) Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra) https://www.humanrights.is/is/mannrettindi-og-island/ymiss-mannrettindi/bann-vid-mismunun 92 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | HVERNIG TALA ÉG VID SJÁLFAN MIG? Nafn: dagsetning: Dagsetning Hvað gerðist? Hvaða hugsanir komu upp? Jákvætt eða neikvætt 10. október 10:25 Vinur minn fór í fýlu því ég gaf ekki boltann á hann. Hann þolir mig ekki, ég er ömurlegur vinur. Ég ætla að fara í fýlu á móti. Neikvætt sjálfstal

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=