Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 50 Verkefni: Kvíðinn okkar: Kvíði kemur gjarnan ef við erum að reyna stjórna einhverju sem við getum ekki stjórnað. Dæmi: viðbrögðum annarra, aðstæðum, fólki í kringum okkur. Hugsanir um að einhver hafni okkur, við lendum í erfiðum aðstæðum eða upplifum skömm er algengar hugsanir sem skapa kvíða. Þá væri gott að flokka aðeins hugsanir sínar með því að setja orð inn í Áhyggjuhugsana hringinn. Nemendur skrá í hringina það sem á við þá sjálfa. Hægt er að bera saman niðurstöður ef það er áhugi fyrir því. Hverju get ég stjórnað? Dæmi: Hvernig mér líður, hvað ég segi og geri, hvernig ég get hætt að hugsa neikvætt þegar ég skora ekki í fótbolta. Dæmi um hverju þú getur ekki stjórnað er t.d. að mamma er leið – að vinir mínir vilja ekki leika alltaf – að ég skoraði ekki í fótbolta áðan – að það var rigning áðan og ég ekki í úlpu. Verkefni: Að sleppa tökunum. Þær aðstæður, fólk, hlutir sem komu upp í ytri hring gætu verið settar inn í blöðrur og sleppt þeim lausum. Skráið þær áhyggjuhugsanir sem koma upp í hugann og spyrja í leiðinni: Get ég stjórnað þessu? Ef ekki, þá fara þær áhyggjuhugsanir inn í blöðrurnar og ég sleppi þeim úr huganum. Verkefni: Að takast á við kvíða Kúla/kassi 1: Hvað veldur mér kvíða? Kúla/kassi 2: Get ég stjórnað aðstæðunum? Vinstri kassi: Ef ekki, þá sleppi ég tökunum! Hætti að hugsa um þetta og reyni að njóta dagsins. Hægri kassi: Ef svo er, hvað get ég gert? 103 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | ÁHYGGJUHUGSANIR Þegar upp koma áhyggjuhugsanir er hægt að flokka þær í tvo hringi. Hverju get ég stjórnað! Hverju stjórna ég ekki? 104 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | AD SLEPPA TÖKUNUM Hvaða áhyggjur þarftu að losna við? Settu þær í blöðrurnar og slepptu þeim. 105 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | AD TAKAST Á VID KVÍDA Hvað veldur mér kvíða? Ef ekki, þá sleppi ég tökunum! Hætti að hugsa um þetta og reyni að njóta dagsins. Get ég stjórnað aðstæðunum? Ef svo er, hvað get ég gert?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=